Hoppa yfir valmynd
3. júní 2010 Heilbrigðisráðuneytið

79 verkefni fengu styrk úr Forvarnasjóði

Úthlutað hefur verið úr Forvarnasjóði fyrir árið 2010. Að þessu sinni er ríflega 71 milljón kr. úthlutað til 79 verkefna þar af er sérstök fjárveiting, 15 milljónir, sem ætluð er til sérstakra heilsueflingaverkefna. Alls bárust umsóknir um 129 verkefni.

Forvarnasjóður er skilgreindur í lögum um gjald af áfengi. Árið 1996 var í fyrsta skipti úthlutað styrkjum úr sjóðnum og þetta er því í 14. sinn sem styrkjum er úthlutað. Það er heilbrigðisráðherra sem úthlutar úr sjóðnum að fengnum tillögum áfengis- og vímuvarnaráðs, sem metur umsóknirnar í samstarfi við Lýðheilsustöð.

Í ár voru umsóknir metnar með tilliti til stefnu ríkisstjórnarinnar um að efla heilsugæsluna og lýðheilsustarf og forvarnir á þeim grunni, eins og kom fram í auglýsingu um umsóknir úr sjóðnum.

Úthlutun Forvarnasjóðs 2010 (pdf 27,5 KB - opnast í nýjum glugga)


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta