Nefndarstarf 75. allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna hafið
Nefndarstarf á 75. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hófst í vikunni og stóð fastanefnd Íslands í ströngu ef ekki stórræðum. Fastafulltrúi Íslands, Jörundur Valtýsson, flutti fyrr í vikunni yfirlitsræður í 3. nefnd þingsins um mannréttindi og 2. nefnd um þróunarmál þar sem áherslur Íslands voru reifaðar. Í dag flutti Jörundur svo yfirlitsræðu í 1. nefnd um afvopnunarmál fyrir hönd Norðurlandanna og fór vel á því í ljósi úthlutunar friðarverðlauna Nóbels fyrr í dag.
Að loknum yfirlitsræðum ríkja hefst vinna við margvíslega ályktanagerð í nefndum allsherjarþingsins. Nefndirnar eru sex talsins og fjallar fyrsta nefndin um afvopnunarmál, önnur nefndin um þróunarmál, þriðja nefndin um mannréttindamál, fjórða nefndin um sjálfstæði fyrrverandi nýlenduríkja, fimmta nefndin um fjármál og sú sjötta er um lagatengd málefni.
Ræðurnar má lesa í heild sinni hér.