Hoppa yfir valmynd
28. apríl 2020 Mennta- og barnamálaráðuneytið

56 milljónum kr. úthlutað úr Sprotasjóði

Sprotasjóður styður við þróun og nýjungar í skólastarfi í leik- grunn- og framhaldsskólum í samræmi við stefnu stjórnvalda og aðalnámskrá viðkomandi skólastiga. Tilkynnt hefur verið um úthlutun ársins 2020 og munu 26 verkefni hljóta styrki að þessu sinni.  Heildarupphæð styrkjanna eru rúmlega 56 milljónir kr. Áherslusvið styrkveitinganna nú eru á verkefni sem hafa tengingu við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

„Umsóknirnar bera vott um þá grósku sem einkennir íslenskt skólastarf, þarna eru fjölmörg spennandi verkefni sem án efa munu auðga nám og tækifæri bæði nemenda og kennara,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Alls bárust 46 umsóknir um styrki úr sjóðnum þegar auglýst var fyrr í vetur og var heildarupphæð umsóknanna rúmar 155 milljónir kr.

 

Leikskólastig

Heilsuleikskólinn Urðarhóll

Sjálfbærni og sporna gegn matarsóun

Foreldrasamfélag Urðarhóls

1.120.000

Halldóra Björg Gunnlaugsdóttir

Markviss málörvun í Fellahverfi, samstarf leikskólanna Holt og Aspar, Fellaskóla og Frístundaheimilisins Vinafells

Raddlist, Trappa

5.400.000

Dvergasteinn

Þróun og prófun verkefna um lífbreytileika

Landvernd

1.800.000

Grunnskólastig

Lundarskóli

Verkleg og vistvæn vísindakista

 

1.600.000

Djúpavogsskóli

Heimsmarkmiða Bootcamp-smiðjur

Grunnskóli Borgarfjarðar eystra, Brúarásskóli, Egilsstaðaskóli, Fellaskóli á Fljótsdalshéraði, Seyðisfjarðarskóli

4.500.000

Grunnskólinn á Hólmavík

Stærðfræði með augum heimsins

 

1.300.000

Árbæjarskóli

Hreyfing til framtíðar

Íþróttafélagið Fylkir, World Class

2.000.000

Hólabrekkuskóli

Nýsköpunar-, sýndarveruleika- og margmiðlunarver

UngRÚV, FabLab Reykjavik

1.875.000

Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar

Táknmálskennsla í grunnskólum

 

1.350.000

Öxarfjarðarskóli og Grunnskóli Raufarhafnar

Þróunarverkefni með nemendum á unglingastigi með áherslu á heimsmarkmið sem tengjast heilbrigði og velferð (3), lýðræði og mannréttindum (4) og sjálfbærni (11)

Grunnskóli Raufarhafnar, Öxarfjarðarskóli

1.890.000

Brekkubæjarskóli

Þátttaka er samvinna – valdefling barna

Frístundamiðstöðin Þorpið, Menntavísindasvið HÍ

1.300.000

Hörðuvallaskóli

Hæfninám í Hörðuvallaskóla

 

1.800.000

Grunnskóli Reyðarfjarðar

Verkfærakistan – leið út í lífið

 

1.000.000

Tálknafjarðarskóli

Heildstætt nemendamiðað nám með áherslu á heimsmarkmið SÞ

Bíldudalsskóli

1.620.000

Kársnesskóli

Hæfni 21. aldar – verkefnamiðað nám

 

1.800.000

Naustaskóli

Læsi fyrir lífið

Miðstöð skólaþróunar Háskólinn á Akureyri

2.630.000

Norðlingaskóli

Tónabrú – tungumálatónar

 

2.340.000

Árbæjarskóli

Á toppinn – lífsleikni í óbyggðum

 

3.600.000

Hólabrekkuskóli

Skólatengslaverkefni Hólabrekkuskóla

Þjónustumiðstöð Breiðholts, Háskóli Íslands

1.300.000

Grunnskólinn í Stykkishólmi

Heilsa og vellíðan

 

1.650.000

Framhaldsskólastig

Menntaskólinn við Sund

Umhverfisvika í MS

 

1.000.000

Tækniskólinn

Ungt umhverfisfréttafólk – samþætting við aðalnámsskrá og heimsmarkmið SÞ

Landvernd

1.860.000

Verkefni þvert á skólastig

Fræðsluþjónusta Skagafjarðar

Lærdómssamfélag í skólum í Skagafirði

Árskóli, FNV, Varmahlíðarskóli, Tröllaborg, Birkilundur, Ársalir

1.350.000

Selásskóli

Heimahagar og íslenski hesturinn

Heiðarborg, Blásalir, Rauðaborg

3.960.000

Samfés

Velkomin – samfélag þar sem allir eiga heima

Kópavogsskóli, Menntaskólinn í Kópavogi, Álfhólsskóli

3.200.000

Verkmenntaskóli Austurlands

Umhverfismál til framtíðar

Náttúrustofa Austurlands, Nesskóli

3.140.000

 

Nánari upplýsingar má finna á vef Sprotasjóðs

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta