Hoppa yfir valmynd
5. júní 2008 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-apríl 2008

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrsta þriðjung ársins 2008 liggur nú fyrir. Samkvæmt uppgjörinu er breyting á handbæru fé frá rekstri jákvæð um 28,4 ma.kr. innan ársins, sem er 2,5 milljörðum lakari útkoma heldur en á sama tíma í fyrra. Tekjur reyndust 11,5 milljörðum meiri en í fyrra á meðan gjöldin jukust um tæpa 10 milljarða. Hreinn lánsfjárjöfnuður er jákvæður um 26 ma.kr., sem er 24,5 milljörðum hagstæðari útkoma en á sama tíma í fyrra.

Sjóðstreymi ríkissjóðs janúar–apríl 2004-2008

Liðir
2004 2005 2006 2007 2008
Innheimtar tekjur
91.117
114.301
124.598
149.248
160.788
Greidd gjöld
91.818
103.202
100.458
115.320
125.208
Tekjujöfnuður
-701
11.099
24.140
33.928
35.581
Söluhagn. af hlutabr. og eignahl.
-
-
-
-
-
Breyting viðskiptahreyfinga
908
1.993
207
-3.043
-7.202
Handbært fé frá rekstri
207
13.092
24.347
30.885
28.379
Fjármunahreyfingar
365
7.518
-2.478
-29.401
-2.354
Hreinn lánsfjárjöfnuður
536
19.356
21.869
1.484
26.025
Afborganir lána
-25.018
-29.826
-31.685
-32.024
-804
Innanlands
-3.170
-13.607
-9.179
-20.915
-700
Erlendis
-21.848
-16.219
-22.506
-11.109
-104
Greiðslur til LSR og LH
-2.500
-1.200
-1.320
-1.320
-1.320
Lánsfjárjöfnuður, brúttó
-26.982
-11.670
-11.136
-31.864
23.901
Lántökur
32.004
13.949
6.456
46.052
9.701
Innanlands
11.618
2.169
2.910
41.661
9.701
Erlendis
20.386
11.780
3.545
4.391
-
Breyting á handbæru fé
5.022
2.279
-4.680
14.188
33.602


Innheimtar tekjur ríkissjóðs námu 161 ma.kr. á fyrsta þriðjungi ársins sem er 8% aukning frá sama tíma árið 2007. Þar af námu skatttekjur og tryggingagjöld 148 ma.kr. og jukust um 7% að nafnvirði á milli ára. Á sama tíma hefur almennt verðlag hækkað um 5,8% (VNV án húsnæðis) og skatttekjur og tryggingagjöld hafa því aukist um 1,1% að raunvirði. Aðrar rekstrartekjur námu rúmlega 10,5 ma.kr. og jukust um 10,5% frá sama tímabili í fyrra, en sá liður samanstendur að mestu af vaxtatekjum og tekjum af sölu vöru og þjónustu. Þá var eignasala ríkissjóðs um 2 ma.kr. á fyrstu fjórum mánuðum ársins.

Skattar á tekjur og hagnað námu 65 ma.kr. sem er aukning um 11,1% frá sama tíma árið áður. Þar af nam tekjuskattur einstaklinga 31 ma.kr. (aukning um 3,5%), tekjuskattur lögaðila 8 ma.kr. (aukning um 2,1%) og fjármagnstekjuskattur 26 ma.kr. (aukning um 25,5%). Innheimta eignarskatta nam 3 ma.kr. sem er samdráttur upp á 17,8% á milli ára. Stimpilgjöld, sem eru um 80% eignarskattanna, drógust saman um 15,4% á tímabilinu.

Innheimta almennra veltuskatta gefur ágæta mynd af þróun innlendrar eftirspurnar. Hún nam 64 ma.kr. á fyrstu fjórum mánuðum ársins og jókst um 3,7% að nafnvirði frá sama tíma árið áður en dróst hins vegar saman um 2% að raunvirði (miðað við hækkun vísitölu neysluverðs án húsnæðis). Þegar horft er á 6 mánaða hlaupandi meðaltal fer raunvöxtur veltuskatta minnkandi og var nú 2,1% á milli ára. Stærsti hluti veltuskattanna er virðisaukaskattur og skilaði hann ríkissjóði um 45 ma.kr. á fyrsta þriðjungi ársins sem er nánast sama fjárhæð og hann skilaði á tímabilinu janúar-apríl 2007. Þar af skilaði hann tæplega 10 ma.kr. fyrir aprílmánuð 2008 sem er lítillega hærri fjárhæð en í mánuðinum á undan. Ef litið er til tímabilsins frá ársbyrjun, er raunlækkun virðisaukaskatts 4,8% á milli ára. Aðrir veltuskattar námu 19 ma.kr. á tímabilinu, um 2 ma.kr. meira en í fyrra. Þá námu tollar 2 ma.kr. og tryggingagjöld tæpum 14 ma.kr. sem er aukning um annars vegar 35,6% og hins vegar 4,9% á milli ára.

Greidd gjöld nema 125,2 ma.kr. og hækka um tæpa 10 milljarða frá fyrra ári, eða um 8,6%. Mest hækka geiðslur til almannatrygginga og velferðarmála, um 2,1 ma.kr. eða 7,7% og til almennrar opinberrar þjónustu, um 2 ma.kr. eða 13,2%. Hlutfallslega er mest hækkun til varnarmála, en Ratsjárstofnun kemur sem ný stofnun undir þennan lið á þessu ári. Óregluleg útgjöld hækka um 29,7% og munar mest um gjaldfærslu fjármagnstekjuskatts sem er um 800 m.kr. meiri en á sama tíma í fyrra. Liðurinn löggæsla, réttargæsla og öryggismál hækka um 19,7% en þar munar mestu um hækkun á liðnum Landhelgissjóður vegna smíði varðskips.

Lánsfjárjöfnuður ríkissjóðs er jákvæður um 23,9 ma.kr. eftir fyrsta ársþriðjung en lánsfjárþörfin var 31,9 milljarðar á sama tíma í fyrra. Hreinn lánsfjárjöfnuður nam 26 ma.kr. fyrstu fjóra mánuði ársins, en var jákvæður um tæpa 1,5 ma.kr. fyrir sama tímabil á síðasta ári.

Tekjur ríkissjóðs janúar-apríl 2006-2008

í milljónum króna
Breyting frá fyrra ári, %
Liðir
2006
2007
2008
2006
2007
2008
Skatttekjur og tryggingagjöld 117.173 138.420 148.094 15,0 18,1 7,0
Skattar á tekjur og hagnað 47.734 58.370 64.877 34,0 22,3 11,1
Tekjuskattur einstaklinga 25.759 29.985 31.045 12,2 16,4 3,5
Tekjuskattur lögaðila 8.076 7.678 7.842 167,0 -4,9 2,1
Skattur á fjármagnstekjur 13.899 20.707 25.990 44,2 49,0 25,5
Eignarskattar 3.621 3.596 2.956 -29,1 -0,7 -17,8
Skattar á vöru og þjónustu 53.000 61.601 63.859 6,5 16,2 3,7
Virðisaukaskattur 35.906 44.627 44.959 4,2 24,3 0,7
Vörugjöld af ökutækjum 4.112 2.652 3.962 42,3 -35,5 49,4
Vörugjöld af bensíni 2.812 2.855 2.757 1,9 1,5 -3,4
Skattar á olíu 2.021 2.310 2.494 -16,6 14,3 8,0
Áfengisgjald og tóbaksgjald 3.397 3.549 3.579 4,9 4,5 0,9
Aðrir skattar á vöru og þjónustu 4.754 5.606 6.107 18,9 17,9 8,9
Tollar og aðflutningsgjöld 886 1.431 1.940 -7,3 61,4 35,6
Aðrir skattar 232 324 723 5,1 39,5 123,1
Tryggingagjöld 11.699 13.099 13.739 14,3 12,0 4,9
Fjárframlög 253 355 57 36,2 40,4 -84,0
Aðrar tekjur 7.153 9.560 10.559 -41,0 33,7 10,5
Sala eigna 19 568 2.077 . . .
Tekjur alls 124.598 148.904 160.788 9,0 19,5 8,0



Gjöld ríkissjóðs janúar–apríl 2006-2008

í milljónum króna
Breyting frá fyrra ári, %
Liður
2006
2007
2008
2007
2008
Almenn opinber þjónusta 13 298 15 172 17 174 14,1 13,2
Þar af vaxtagreiðslur 4 072 4 905 5 181 20,5 5,6
Varnarmál 208 193 508 -7,8 163,2
Löggæsla, réttargæsla og öryggismál 4 277 5 355 6 410 25,2 19,7
Efnahags- og atvinnumál 12 005 15 040 15 255 25,3 1,4
Umhverfisvernd 895 1 164 1 069 30,1 -8,9
Húsnæðis- skipulags- og veitumál 140 147 174 5,0 18,4
Heilbrigðismál 26 501 29 468 31 278 11,2 6,1
Menningar-, íþrótta- og trúmál 4 748 5 721 6 113 20,5 6,9
Menntamál 11 827 13 437 14 745 13,6 9,7
Almannatryggingar og velferðarmál 23 103 27 004 29 087 16,9 7,7
Óregluleg útgjöld 2 022 2 619 3 396 29,5 29,7
Gjöld alls 99 024 115 320 125 208 16,5 8,6




Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta