Hoppa yfir valmynd
22. apríl 2022 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Stýrihópur um málefni barna á flótta

Mennta – og barnamálaráðherra hefur ákveðið að stofna stýrihóp um málefni barna á flótta. Stýrihópurinn hefur það hlutverk að vakta stöðu barna sem hingað leita frá öðrum löndum eftir alþjóðlegri vernd og tryggja réttindi og velferð þeirra.

Á hverju ári koma til Íslands mörg börn í leit að alþjóðlegri vernd. Í ár má gera ráð fyrir að töluverð fjölgun verði í þeim hópi en stór hluti þeirra sem hingað hafa flúið vegna átakanna í Úkraínu eru börn. Börn á flótta, sama hvaðan þau koma, eru einn viðkvæmasti hópur sem fyrirfinnst.

Stýrihópurinn veitir ráðgjöf um viðbrögð stjórnvalda, um aðstoð á alþjóðlegum vettvangi og um móttöku barna á flótta, auk þess að samræma aðgerðir. Með stofnun hópsins á að tryggja að viðbrögð stjórnvalda séu í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar, m.a. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og leiðbeiningar alþjóðastofnana um móttöku barna á flótta. Meðal hlutverka hópsins er að vinna sérstakt hagsmunamat á aðgerðum stjórnvalda fyrir börn á flótta hér á landi út frá réttindum barnanna.

Með hliðsjón af verkefnum hópsins og markmiði með stofnun hans verður hópurinn skipaður fulltrúum opinberra aðila sem koma að málaflokknum og fagfólki af vettvangi, ásamt fulltrúum félagasamtaka.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta