Hoppa yfir valmynd
17. mars 2020 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Vegna útgáfumála ríkissjóðs

Í ljósi atburða síðustu vikna í tengslum við Covid-19 er fyrirsjáanlegt að fjárþörf ríkissjóðs mun aukast umtalsvert frá fyrri spám. Mikil óvissa er um efnahagshorfur næstu mánuði og því er erfitt að meta lánsfjárþörf ríkissjóðs fyrir yfirstandandi ár. Einnig er óljóst hversu mikil þörfin verður annars vegar til skemmri tíma og hins vegar til lengri tíma.

Rétt er að hafa í huga að skuldastaða ríkissjóðs er lág. Heildarskuldir eru um 854 ma.kr. sem nemur um 27,5% af vergri landsframleiðslu. Engin innlend ríkisbréfaútgáfa er á gjalddaga það sem eftir lifir ársins og einungis 292 milljónir evra (45 ma.kr.) er á gjalddaga í júlí.
Ríkissjóður hefur ýmsar leiðir til þess að sækja fjármagn á markaði. Hægt er að auka útgáfu ríkisbréfa á innlendum markaði en útgáfa samkvæmt ársáætlun fyrir yfirstandandi ár er nú er við sögulegt lágmark eða um 40 ma.kr. árinu. Ríkissjóður getur jafnframt gefið út skuldabréf á erlendum mörkuðum. Þá getur ríkissjóður mætt versnandi sjóðstöðu með aukinni útgáfu ríkisvíxla eða skammtímalántöku á peningamarkaði. Lausafjárstaða ríkissjóðs í íslenskum krónum nemur nú 44 ma.kr. Að lokum á ríkissjóður um 169 ma.kr. í erlendum innstæðum í Seðlabankanum. Staðan er því traust og engin ástæða til þess að óttast að ríkissjóður hafi ekki úrræði til að ráða við mikið tekjufall og fjármögnunarþörf á næstu vikum og mánuðum ef það verður raunin.

Endurskoðun á öðrum ársfjórðungi 2020

  • Ákveðið hefur verið að auka útgáfu ríkisbréfa á öðrum ársfjórðungi þannig að hún getur orðið allt að 40 ma.kr. Nánari útfærsla verður birt í ársfjórðungsáætlun í lok þessa mánaðar. Það þýðir að útgáfan á árinu mun aukast verulega frá því sem tilkynnt var í ársáætlun.

Erfitt er á þessari stundu að leggja mat á heildarþörf fyrir ríkisbréfaútgáfu á yfirstandandi ári. Áður en hægt er að taka ákvörðun um það þá þarf að liggja fyrir nánari upplýsingar um lánsfjárþörf ríkissjóðs, sem mun skýrast á næstu vikum og mánuðum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta