Hoppa yfir valmynd
16. apríl 2009 Innviðaráðuneytið

Sveitarfélög skila fjárhagsáætlunum

Nær öll sveitarfélög landsins hafa skilað fjárhagsáætlunum vegna yfirstandandi árs í rafrænu formi til ráðuneytisins í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 og reglum þar að lútandi.

Eins og fram kemur á meðfylgjandi yfirliti gera 32 sveitarfélög ráð fyrir halla á rekstri A hluta þeirra í ár, sem er allnokkur viðsnúningur frá fyrra ári. Gera má ráð fyrir því að fjárhagsáætlanir verði endurskoðaðar jöfnum höndum eftir því sem líður á árið vegna þeirrar óvissu sem ríkt hefur um efnahgaslegar forsendur, svo sem varðandi þróun skatttekna.

Í 61. gr. sveitarstjórnarlaga er kveðið á um skil skil á fjárhagsáætlunum sveitarfélaga. Þar segir að sveitarfélög skuli hafa lokið afgreiðslu fjárhagsáætlana fyrir árslok vegna komandi árs. Ráðuneytið hefur hins vegar heimild til að veita viðbótarfresti til skila og var sú heimild nýtt hjá fleiri sveitarfélögum en áður. Sveitarfélögum er heimilt að endurskoða fjárhagsáætlun sveitarsjóðs og stofnana sveitarfélagsins og gera á henni nauðsynlegar breytingar ef forsendur eru breyttar. Sveitarstjórn afgreiðir slíkar breytingar á fjárhagsáætlun við eina umræðu. Jafnframt kveða lögin á um það að samþykkt sveitarstjórnar um fjárveitingar sem ekki er kveðið á um í sveitarstjórn teljist vera breyting á fjárhagsáætlun. Sveitarfélögum ber að upplýsa samgönguráðuneytið ef fram fer endurskoðun á fjárhagsáætlun.

Samkvæmt meðfylgjandi yfirliti gera 32 sveitarfélög ráð fyrir því að halli verði á rekstri A hluta sveitarsjóðs. Það er verulegur viðsnúningur frá þeim áætlunum sem lagðar voru fram vegna ársins 2008. Sveitarfélög sem setja fram áætlun með halla þurfa að gera eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga grein fyrir ástæðum hallans í samræmi við 5. gr. reglugerðar 374/2001 um eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EMFS) og hvernig á því verði tekið í langtímaáætlunum. Eftirlitsnefnd hefur unnið að því undanfarnar vikur að yfirfara fjárhagsáætlanir sveitarfélaga og greinargerðir sem sveitarfélög hafa skilað vegna fyrirsjánalegs hallareksturs.

Hér að neðan er birt samantekt um fjárhagsáætlanirnar.

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta