Ráðherra heimsækir stofnanir
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur undanfarna daga heimsótt nokkrar stofnanir umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.
Hefð er fyrir því í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu að nýr ráðherra heimsæki stofnanir sem undir ráðuneytið heyra til að kynna sér starfsemi þeirra, hitta starfsfólk og kynna sér helstu verkefni sem framundan eru hjá viðkomandi stofnun.
Fyrstu stofnanirnar sem hann heimsótti að þessu sinni voru Umhverfisstofnun, Úrvinnslusjóður og Náttúrufræðistofnun Íslands en á næstu vikum og mánuðum mun ráðherra heimsækja aðrar stofnanir sem undir ráðuneytið heyra.