Hoppa yfir valmynd
8. febrúar 2018 Forsætisráðuneytið, Utanríkisráðuneytið, Dómsmálaráðuneytið

Stjórnarráð Íslands tekur þátt í Framadögum

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt starfsmönnum Stjórnarráðsins - mynd
Stjórnarráð Íslands tekur þátt í Framadögum sem haldnir eru í Háskólanum í Reykjavík í dag.
Á Framadögum gefst háskólanemum tækifæri á að kynna sér starfmöguleika hjá ýmsum fyrirtækjum og stofnunum og ræða við starfsmenn þeirra við kynningarbása ásamt því að fyrirtæki og stofnanir ná að vekja á sér athygli og þeim möguleikum sem þau hafa upp á að bjóða fyrir ungt fólk.
Hugmyndin á bak við kynningarbás Stjórnarráðsins er m.a. að sýna hve nátengd störf starfsfólks þar eru ákvörðunum valdhafa á hverjum tíma fyrir sig, með fyrirsögninni Komdu við sögu.
Framadagar eru haldnir á hverju ári og eru á vegum ungmennasamtakanna AIESEC og skipulagðir af nemendum úr háskólum landsins. 
  • Starfsmaður dómsmálaráðuneytisins ræðir við nemendur  - mynd

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta