Innanríkisráðherra keypti neyðarkall af Lilju Steinunni í Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík
Árleg söfnun Landsbjargar hófst í gær með sölu nýs neyðarkalls björgunarsveita.
Fulltrúi Landsbjargar kom við í ráðuneytinu í dag og að sjálfsögðu styrkti ráðuneytið þessa mikilvægu starfsemi. Ráðuneytið hvetur alla til að taka vel á móti sjálfboðaliðum björgunarsveita á næstu dögum og styrkja þá til góðra verka okkur öllum til heilla.
Eins og fram kemur á heimasíðu Landsbjargar þá skiptir þessi sala verulegu máli í fjármögnun björgunarsveitanna. Þeir sem vilja kynna sér verkefnið frekar er bent á heimasíðu Landsbjargar www.landsbjorg.is.