Hoppa yfir valmynd
14. júní 2017 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Salernum fyrir ferðamenn komið upp á 15 stöðum hringinn í kringum landið

Stjórnstöð ferðamála skilgreindi snemma á þessu ári brýn forgangsverkefni á árinu 2017. Eitt af þessum forgangsmálum var að bæta aðgengi ferðamanna að salernum á landsbyggðinni, einkum á þeim stöðum í vegakerfi landsins þar sem langt er í næstu þjónustu. Í framhaldinu leitaði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið til Vegagerðarinnar um samstarf við framkvæmd verkefnisins og er nú verið að koma upp salernum á 15 stöðum hringinn í kringum landið.

Þess má geta að þar með eru svo til öll forgangsverkefni sem Stjórnstöðin tilgreindi komin til framkvæmda eða í öruggu ferli með tilheyrandi fjármagni. Má þar nefna fjölmargar úrbætur í öryggismálum ferðamanna - samanber m.a. stóraukin framlög í nýjum samstarfssamningi um SafeTravel verkefni Landsbjargar - aukna landvörslu og fleira.

Stjórnstöð ferðamála og Vegagerðin völdu staðina í sameiningu og byggðu þar m.a. á fyrri greiningum verkfræðistofunnar Eflu. Við val á staðsetningu var höfð hliðsjón af því að langt væri til næsta þjónustustaðar.

Atvinnuvega- og nýsköpðunarráðuneytið stendur straum af öllum kostnaði við verkefnið, sem nemur liðlega 90 milljónum króna, enda lagði ráðherra ferðamála áherslu á að verkefnið yrði klárað. Sú lausn sem um ræðir er tilraunaverkefni og verður reynslan af henni metin eftir sumarið.

Um er að ræða eftirtalda staði, sem allir eru svokallaðir áningarstaðir í vegakerfinu:

Suðurland

  • Djúpá (4)
  • Laufskálavarða (4)

Vesturland

  • Reykjadalsá – Dalir (2)
  • Kattahryggur (2)

Vestfirðir

  • Melanes (2)
  • Hvalsá (2)
  • Hvannadalsá (2)
  • Hvítanes (2)

Norðurland

  • Ljósavatn (2)

Norðausturland

  • Jökulsá á fjöllum (2)
  • Hringvegur við Norðausturveg/Vopnafjörður (2)
  • Jökulá á Dal (2)

Suðausturland

  • Fossá (2)
  • Þvottá (2)
  • Hestagerði (2)

 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið - mynd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta