Rannsóknir á vetrarafföllum rjúpu
Á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun var að tillögu umhverfisráðherra, Sivjar Friðleifsdóttur, samþykkt að verja einni milljón króna af ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar til að hefja rannsókn á vetrarafföllum rjúpu.
Undanfarin ár hefur Náttúrufræðistofnun Íslands aflað gagna um ástand rjúpnastofnsins og verið umhverfisráðuneytinu til ráðgjafar um nytjar af rjúpu. Vöktun stofnsins er langtímaverkefni og er tilgangurinn að fylgjast með stofnbreytingum og að greina þær í tæka tíð þannig að hægt sé að grípa í taumana t.d. með friðunaraðgerðum. Til þessarar vöktunar hefur verið varið 4,6 milljónum á ári úr Veiðikortasjóði, samkvæmt lögum nr. 64/1994, um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.
Vöktunin hefur leitt í ljós að nauðsynlegt sé að könnuð verði áhrif veiðiálags á rjúpnastofninn. Þörfin á slíkum upplýsingum er brýn að mati Náttúrufræðistofnunar Íslands því með radíómerkingum hefur á sumum svæðum verið sýnt fram á að 70% rjúpna á lífi í upphafi veiðitíma féllu fyrir hendi veiðimanna.
Í ráðuneytinu er til athugunar að takmarka rjúpnaveiðar með lokunum svæða eða styttingu veiðitíma í samræmi við álit Náttúrufræðistofnunar Íslands.
Til þess að meta áhrif af friðuninni og fá samanburð við þekkt vetrarafföll þar sem veiðar eru stundaðar telur Umhverfisráðuneytið nauðsynlegt, auk fyrrgreindrar vöktunar, að fram fari rannsókn á vetrarafföllum og áhrifum skotveiða á rjúpnastofninn og er nauðsynlegt að hún hefjist í haust. Áætlað er að rannsóknin standi yfir næstu þrjú árin og kosti samtals um 11 milljónir króna. Til þess að hefja þessar rannsóknir þarf að útvega 1 milljón króna á yfirstandandi ári. Þá er gert ráð fyrir að til rannsóknanna þurfi verja 4 milljónum króna á næsta ári og 3 milljónum króna næstu tvö ár þar á eftir. Rannsóknir þessar koma m.a. til móts við ályktun Alþingis um rannsóknir á vetrarafföllum rjúpu sem samþykkt var á 123. Löggjafarþingi.
Undanfarin ár hefur Náttúrufræðistofnun Íslands aflað gagna um ástand rjúpnastofnsins og verið umhverfisráðuneytinu til ráðgjafar um nytjar af rjúpu. Vöktun stofnsins er langtímaverkefni og er tilgangurinn að fylgjast með stofnbreytingum og að greina þær í tæka tíð þannig að hægt sé að grípa í taumana t.d. með friðunaraðgerðum. Til þessarar vöktunar hefur verið varið 4,6 milljónum á ári úr Veiðikortasjóði, samkvæmt lögum nr. 64/1994, um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.
Vöktunin hefur leitt í ljós að nauðsynlegt sé að könnuð verði áhrif veiðiálags á rjúpnastofninn. Þörfin á slíkum upplýsingum er brýn að mati Náttúrufræðistofnunar Íslands því með radíómerkingum hefur á sumum svæðum verið sýnt fram á að 70% rjúpna á lífi í upphafi veiðitíma féllu fyrir hendi veiðimanna.
Í ráðuneytinu er til athugunar að takmarka rjúpnaveiðar með lokunum svæða eða styttingu veiðitíma í samræmi við álit Náttúrufræðistofnunar Íslands.
Til þess að meta áhrif af friðuninni og fá samanburð við þekkt vetrarafföll þar sem veiðar eru stundaðar telur Umhverfisráðuneytið nauðsynlegt, auk fyrrgreindrar vöktunar, að fram fari rannsókn á vetrarafföllum og áhrifum skotveiða á rjúpnastofninn og er nauðsynlegt að hún hefjist í haust. Áætlað er að rannsóknin standi yfir næstu þrjú árin og kosti samtals um 11 milljónir króna. Til þess að hefja þessar rannsóknir þarf að útvega 1 milljón króna á yfirstandandi ári. Þá er gert ráð fyrir að til rannsóknanna þurfi verja 4 milljónum króna á næsta ári og 3 milljónum króna næstu tvö ár þar á eftir. Rannsóknir þessar koma m.a. til móts við ályktun Alþingis um rannsóknir á vetrarafföllum rjúpu sem samþykkt var á 123. Löggjafarþingi.
Fréttatilkynning nr. 16/1999
Umhverfisráðuneytið