Samstarf Færeyinga og Íslendinga
Vilji er til þess að auka samstarf Íslendinga og Færeyinga á sviði heilbrigðisþjónustu. Ráðherra landanna ræddu mögulegt samstarf á Norðurlandaráðsþingi. Siv Friðleifsdóttir og Hans Pauli Ström, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherrar þjóðanna, ræddu mögulegt samstarf á óformlegum fundi á Norðurlandaráðsþinginu sem haldið var í Kaupmannahöfn á dögunum ásamt embættismönnum ráðuneytanna. Fram kom ríkur vilji til samstarfs og var ákveðið að embættismenn og fulltrúar Landspítala – háskólasjúkrahúss og stærsta sjúkrahússins í Færeyjum undirbyggju formlegan ráðherrafund Sivjar og Hans Paulis í byrjun næsta árs í Reykjavík.
Siv Friðleifsdóttir og Hans Pauli Ström ásamt embættismönnum á Norðurlandaráðsþingi