Hoppa yfir valmynd
3. nóvember 2006 Heilbrigðisráðuneytið

Samstarf Færeyinga og Íslendinga

Vilji er til þess að auka samstarf Íslendinga og Færeyinga á sviði heilbrigðisþjónustu. Ráðherra landanna ræddu mögulegt samstarf á Norðurlandaráðsþingi. Siv Friðleifsdóttir og Hans Pauli Ström, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherrar þjóðanna, ræddu mögulegt samstarf á óformlegum fundi á Norðurlandaráðsþinginu sem haldið var í Kaupmannahöfn á dögunum ásamt embættismönnum ráðuneytanna. Fram kom ríkur vilji til samstarfs og var ákveðið að embættismenn og fulltrúar Landspítala – háskólasjúkrahúss og stærsta sjúkrahússins í Færeyjum undirbyggju formlegan ráðherrafund Sivjar og Hans Paulis í byrjun næsta árs í Reykjavík.

Siv Friðleifsdóttir og Hans Pauli Ström ásamt embættismönnum á Norðurlandaráðsþingi

Ráðherrar og embættismenn



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta