Hoppa yfir valmynd
4. nóvember 2006 Heilbrigðisráðuneytið

Ráðherra ákveður að fjölga hjúkrunarrýmum um 174

Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, kynnti í dag á blaðamannafundi áætlun sína um uppbyggingu hjúkrunarrýma á árunum 2006 til 2010. Ákvörðun heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra byggist á niðurstöðu nefndar stjórnvalda og fulltrúa Landssambands eldri borgara, en ákvörðun stjórnvalda um aukið fé til uppbyggingar nýrra hjúkrunarrýma gerir kleift að byggja 174 ný hjúkrunarrými á næstu fjórum árum. Þessi rými koma til viðbótar þeim byggingum sem þegar hafði verið ákveðið að reisa samkvæmt áætlunum heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins, þ.e. hjúkrunarheimilunum í Sogamýri og á svokallaðri lýsislóð. Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur ákveðið hve mörg og hvar viðbótarrýmin 174 verða. Tuttugu hjúkrunarrýmanna verða á Sjúkrahúsi Suðurlands, fjörutíu og fjögur rými verða í Kópavogi, tuttugu verða í Mosfellsbæ, þrjátíu í Reykjanesbæ og í Hafnarfirði, tíu á Ísafirði, og tuttugu í Garðabæ. 1,3 milljarðar króna renna til framkvæmdanna af fjárlögum á árunum 2008-2009 og auk þess er fyrirhugað að auka framlög til rekstrar vegna fjölgunar hjúkrunar- og dagvistarrýma. Aukningin verður 100 milljónir árið 2008, 580 milljónir árið 2009 og 1.060 milljónir króna árið 2010. Þá hefur ráðherra jafnfram ákveðið að hætt verði að nýta fé úr Framkvæmdasjóði aldraðra til rekstrar og fé sjóðsins notað óskipt til uppbyggingar nýrra rýma.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta