Fulltrúi Kína nýr forstjóri WHO
Alþjóðaheilbrigðismálaþingið sem kemur saman í Genf á morgun staðfestir tilnefningu Margaret Chan í embætti nýs forstjóra WHO. Margaret Chan fékk flest atkvæði þeirra fimm sem framkvæmdastjórn WHO tilnefndi á fundi sínum í fyrradag til embættis forstjóra Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Það kemur svo í hlut Alþjóðaheilbrigðisþingsins, sem kemur saman á morgun, að staðfesta formlega tillögu framkvæmdastjórnarinnar, en þar sitja fulltrúar 193 þjóða.