Hoppa yfir valmynd
23. maí 2023

Samstarfsyfirlýsing með Oil India

Fyrsta samstarfsyfirlýsing milli íslenskra aðila og indverska orkufyrirtækisins Oil India Ltd. var undirrituð í sendiráði Íslands í Nýju-Delhí 11. maí 2023.Yfirlýsingin kveður á um víðtækt samstarf um rannsóknir og þróun á nýtingu jarðhita til orkuframleiðslu á Indlandi í samstarfi við Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) í nokkrum fylkjum á Norður-Indlandi.

Samstarfið við Oil India Ltd., sem er í eigu indverska ríkisins og eitt mikilvægasta fyrirtæki í orkubúskap landsins, á rætur í fyrsta formlega fundi verkefnishóps Íslands og Indlands 3. mars sl. Verkefnishópurinn var settur á laggirnar með ákvörðun forsætisráðherra ríkjanna í Kaupmannahöfn vorið 2022 til að leiða samstarf ríkjanna um nýtingu jarðhita og græna orku. Af Íslands hálfu leiðir Benedikt Höskuldsson verkefnishópinn.

Jarðvarmasamstarf Íslendinga og Indverja hefur staðið um nokkra hríð en undirritun samstarfsyfirlýsingarinnar færir samstarfið inn á nýjar brautir. Indverjar hafa mikinn metnað í að auka hlut endurnýjanlegrar orku í orkunotkun landsmanna og stefna að því að hún verði helmingur orkunotkunar árið 2030.

Ranjit Kumar forstjóri verkfræðifyrirtækisins Techon Consulting Engineers og Saloma Yomdo forstjóri rannsókna og þróunar hjá Oil India Ltd. undirrituðu samninginn að viðstöddum Guðna Bragasyni sendiherra og dr. Ranjit Rath stjórnarformanni Oil India Ltd. Stjórn fyrirtækisins var einnig viðstödd. Þátttakendur frá Íslandi með fjarfundarbúnaði  voru m. a. Árni Magnússon stjórnarformaður ÍSOR og Benedikt Höskuldsson formaður verkefnishópsins og sérstakur fulltrúi utanríkisráðuneytisins fyrir loftslagsbreytingar og græna orku, og auk þess sérfræðingar frá ÍSOR og VERKÍS. Viðstödd voru einnig Kristín Anna Tryggvadóttir staðgengill sendiherra og Rahul Chongtham viðskiptafulltrúi.

  • Samstarfsyfirlýsing með Oil India - mynd úr myndasafni númer 1

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta