Hoppa yfir valmynd
6. júní 2024 Dómsmálaráðuneytið

Dómnefnd skilar umsögn vegna skipunar í Landsrétt

Hinn 19. apríl 2024 auglýsti dómsmálaráðuneytið embætti dómara við Landsrétt laust til skipunar frá 1. september 2024. Þrjár umsóknir bárust um embættið. Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni til dómsmálaráðherra og er það mat nefndarinnar að Kjartan Bjarni Björgvinsson sé hæfastur umsækjenda til að hljóta skipun í embættið.

Dómnefndina skipuðu: Ása Ólafsdóttir, formaður, Helga Melkorka Óttarsdóttir, Kristín Benediktsdóttir, Reimar Pétursson og Þorgeir Örlygsson.

 Umsögn dómnefndar vegna skipunar í Landsrétt 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum