Hoppa yfir valmynd
14. október 2014 Innviðaráðuneytið

Námskeið og próf til réttinda leigumiðlunar

Á námskeiði
Á námskeiði

Skráningarfrestur fyrir þá sem vilja sækja námskeið og taka próf í leigumiðlun rennur út 27. október næstkomandi. Þeir sem standast slíkt próf geta síðan sótt um leyfi félags- og húsnæðismálaráðherra til leigumiðlunar og er starfsheiti þeirra leigumiðlari.

Samkvæmt húsaleigulögum nr. 36/1994 mega þeir einir reka miðlun um leiguhúsnæði, þ.e. koma á leigusamningi, annast framleigu eða skipti á leiguhúsnæði, sem hlotið hafa til þess sérstakt leyfi félags- og húsnæðismálaráðherra. Prófnefnd leigumiðlara sér um að halda námskeið og próf í leigumiðlun í samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands. Þeir aðilar sem standast slíkt próf geta síðan sótt um leyfi félags- og húsnæðismálaráðherra til leigumiðlunar og er starfsheiti þeirra leigumiðlari. Einu aðilarnir sem undanþegnir eru slíku prófi eru lögfræðingar. Aðrir aðilar sem ætla sér eða reka leigumiðlun þurfa því að standast próf í leigumiðlun.

Námskeið og próf er haldið samkvæmt húsaleigulögum nr. 36/1994 og reglugerð um leigumiðlun nr. 675/1994. Á námskeiðinu er farið yfir húsaleigulögin, fjöleignarhúsalögin, reglur um húsaleigubætur og bókhald, samtals 18 kennslustundir. Haldinn eru tvö próf. Hvort próf um sig skiptist í tvo hluta, þ.e. annars vegar próf í húsaleigulögum og fjöleignarhúsalögum og hins vegar próf úr húsaleigubótum og bókhaldi. Próftaki verður að ná lágmarkseinkunn 5 í hverjum hluta fyrir sig en þó samtals 7 í meðaleinkunn úr öllum hlutunum fjórum.

Ekki eru gerðar sérstakar forkröfur (t.d. um menntun) til þátttakenda á námskeiðinu.

Námskeiðið verður einungis haldið ef næg þátttaka næst.

Skráningarfrestur til 27. október.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta