Hoppa yfir valmynd
21. apríl 2023 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Yfir tólf þúsund gestir heimsóttu Eddu á sumardaginn fyrsta

Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra afhjúpaði nafn hússins, Edda - myndSigurður Stefán Jónsson

Edda, hús íslenskra fræða, var vígt á miðvikudag við hátíðlega athöfn. Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra afhjúpaði nafnið og afhenti Árnastofnun og Háskóla Íslands lyklana að Eddu.

Í tilefni af vígslunni var opið hús í Eddu í gær á sumardaginn fyrsta.  Á bilinu tólf til fjórtán þúsund gestir heimsóttu Eddu í gær á opnu húsi. Fjölbreytt dagskrá var í gangi yfir daginn og gestum gafst einnig tækifæri til þess að ganga um húsið áður en Árnastofnun og Háskóli Íslands flytja inn í. 

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar vel valdar myndir frá Sigurði Stefáni Jónssyni ljósmyndara Árnastofnunar. 

Una Torfa syngur í rýminu sem mun verða bókasafn.

Una Torfa söng fyrir gesti í rýminu sem verður bókasafn.

Sumarlegi innigarðurinn vakti mikla athygli.

Kvæðabarnafjelag Laufásborgar kveður rímur.

Kvæðabarnafjelag Laufásborgar kveður rímur.

Arndís Þórarinsdóttir les fyrir gesti í fyrirlestrasal Eddu.

Arndís Þórarinsdóttir las upp úr bók sinni Bál tímans í fyrirlestrarsal Eddu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta