Hoppa yfir valmynd
26. maí 2016 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Kynnt reglugerðarbreyting til að innleiða ESB-gerðir um reiki í farsímanetum

Settar hafa verið reglur um reiki undanfarin ár innan ríkja Evrópusambandsins í því skyni að stilla reikigjöldum í hóf og til að gæta hagsmuna neytenda. Hafa gjöldin lækkað verulega frá setningu fyrstu reglugerðarinnar árið 2007. Innanríkisráðuneytið birtir nú til kynningar reglugerð sem innleiðir tvær gerðir ESB um reiki á almennum farsímanetum innan ESB og um vegið meðaltal hæsta verðs fyrir lúkningu símtala í farsíma innan ESB.

Settar hafa verið reglur um reiki undanfarin ár innan ríkja Evrópusambandsins í því skyni að stilla reikigjöldum í hóf og til að gæta hagsmuna neytenda. Hafa gjöldin lækkað verulega frá setningu fyrstu reglugerðarinnar árið 2007. Innanríkisráðuneytið birtir nú til kynningar  reglugerð sem innleiðir tvær gerðir ESB um reiki á almennum farsímanetum innan ESB og um vegið meðaltal hæsta verðs fyrir lúkningu símtala í farsíma innan ESB.

Hámarks reikigjöld á heildsölustigi eru ekki lengur umtalsvert hærri en meðaltalslúkningarverð í farsímaþjónustu innan aðildarríkja EES þótt vissulega sé enn ákveðinn verðmunur. Því hafa skapast forsendur til þess að afnema sérstök reikigjöld þannig að farsímanotendur greiði samkvæmt heimaverðskrá á ferðalögum innan EES-ríkja. Í ljósi þess að enn er ákveðinn verðmunur á lúkningarverði í heildsölu á milli EES-ríkja er þó ljóst að reikinotkun getur ekki verið ótakmörkuð enn um sinn. Reglugerðin gerir því ráð fyrir að sérstök reikigjöld leggist af í júní 2017 og frá þeim tíma gildi heimaverskrá notanda um reiki innan EES, að því gefnu að um sé að ræða sanngjarna notkun. Með öðrum orðum að fari notkun fram úr því sem telst sanngjörn notkun sé heimilt að leggja á sérstök reikigjöld að tilteknu hámarki.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta