Hoppa yfir valmynd
1. júní 2016 Innviðaráðuneytið

Skrifað undir þjónustusamning við Isavia

Ólöf Nordal og Björn Óli Hauksson undirrituðu samninginn. - mynd
Innanríkisráðherra og forstjóri Isavia skrifuðu nýverið undir þjónustusamning ráðuneytisins og Isavia. Kveður hann á um fjárveitingar og verkefni Isavia á þessu ári sem snúast einkum um rekstur og þjónustu á flugvöllum landsins. Þá fjallar hann um framkvæmdir á flugvöllum landsins utan Keflavíkurflugvallar og loks um flugleiðsöguþjónustu bæði innanlands og á alþjóðlegu flugsvæði.

Samningurinn er til eins árs en gert er ráð fyrir að unnið verði að gerð langtíma þjónustusamnings sem taki gildi frá og með næsta ári.

Þjónustusamningurinn er mjög ítarlegur og með viðaukum alls um 170 blaðsíður. Mun ráðuneytið greiða rúmlega 1,6 milljarða króna fyrir þjónustu og 300 milljónir fyrir viðhalds- og stofnframkvæmdir á flugvöllum og eru verkefnin skilgreind nánar bæði í samningnum og viðaukum. Einnig gerir samningurinn ráð fyrir því að Isavia geti aflað tekna frá þriðja aðila vegna fasteigna, búnaðar og lóða sem fyrirtækið fær afnotarétt af með samningnum en nýtir ekki sjálft svo og vegna þjónustu fyrir þriðja aðila eða notendur á flugvöllum og lendingarstöðum sem samningurinn tekur til.

Önnur atriði í þjónustusamningnum kveða á um eftirlit, tryggingar, upplýsingaskyldu, samráð, vanefndir og fleira. Samninginn undirrituðu Ólöf Nordal innanríkisráðherra og Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta