Hoppa yfir valmynd
13. janúar 2022 Innviðaráðuneytið

Jöfnunarsjóður úthlutar eftirstöðvum viðbótarframlaga vegna faraldurs

Í kjölfar samkomulags ríkis og sveitarfélaga frá árinu 2020 úthlutaði Jöfnunarsjóður sérstöku viðbótarframlagi til þeirra sveitarfélaga sem höfðu farið verst út úr heimsfaraldri Covid-19. Sú fjárhæð sem til stóð að úthluta nam í heild 500 milljónum króna en af þeirri upphæð námu framlög þess árs 458 milljónum króna.

Nú hefur ráðherra fallist á tillögu ráðgjafanefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um ráðstöfun á eftirstöðvunum, 42 milljónum króna. Við úthlutun framlaganna var litið til þróunar útsvarstekna ársins 2021 eins og þær birtast í greiddri staðgreiðslu en einnig hversu háar skatttekjur á mann hvert sveitarfélag var með samanborið við sveitarfélög að meðaltali.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta