Hoppa yfir valmynd
17. nóvember 2016 Innviðaráðuneytið

Ráðstefna til samræmingar rafrænna reikninga

Tækninefnd Staðlasamtaka Evrópu (CEN) nr. 434 héldu ráðstefnu í Barcelona 12-13. október síðastliðinn.

Fulltrúar 19 Evrópulanda mættu á þingið, en löndin sem áttu fulltrúa voru þessi: Ísland, Noregur, Danmörk, Svíþjóð, Finnland, Eistland, Pólland, Þýskaland, Holland, Frakkland, Bretland, Írland, Tékkland, Slóvakía, Austurríki, Rúmenía, Ítalía, Spánn og Portúgal.

Auk þess mættu fulltrúar sex tengdra vinnu- og tækninefnda, þ.á.m. tækninefnd nr. 440 um rafræn innkaup og tækninefnd nr. 445 um stafræn gögn tryggingarfélaga.

Fjallað var um yfirlit yfir afurðir tækninefndarinnar og umfang. Verkefni nefndarinnar er að útbúa:

  1. Evrópustaðal (EN) fyrir merkingarlegt gagnalíkan (semantic data model) fyrir kjarnastök rafrænna reikninga
  2. Tækniforskrift (TS) yfir lista málskipana (syntaxes), sem fylgja staðlinum
  3. Tækniforskrift (TS) fyrir bindingu málskipana, þ.e. leiðbeiningar um birtingu gagna í hverri málskipan
  4. Tækniskýrslu (TR) um samvirkni rafrænna reikninga og burðarlagsins, til að tryggja uppruna og innihald
  5. Tækniskýrslu (TR) leiðbeiningar um notkun viðauka við staðalinn m.t.t atvinnuvega og ríkja
  6. Tækniskýrslu (TR) um prófanir staðalsins í raunumhverfi

Stefnt er því að ljúka vinnunni í mars 2017.

Sex vinnuhópar gerðu grein fyrir vinnu sinni.

  • WG1 - Grunngerð merkingarlegs gagnalíkans
  • WG2 - Listi yfir málskipanir (syntaxes)
  • WG3 - Binding málskipana
  • WG4 - Leiðbeiningar um burðarlagið
  • WG5 - Aðferðafræði um viðauka
  • WG6 - Aðferðafræði prófana og niðurstaðna

Á fundinum var ákveðið að skipta vinnuhóp WG3 í fimm undirhópa, þ.e. fyrir kjarnastök og fjórar málskipanir: UBL 2.1 (Universal Business Language) og CII D.16B (Cross Industry Invoice) sem verða bindandi og EDIFACT D.16B og Financial Invoice byggð á ISO-20022 sem verða valkvæðar.

Fundir CEN/TC-434 framundan:

  • 21-22. mars 2017 í Delft í Hollandi, útgáfa staðalsins
  • september 2017 í Kaupmannahöfn, undirbúningur innleiðingar
  • nóvember 2017 í Brussel, kynningarfundur framkvæmdastjórnar ESB

Samræming við íslenskar aðstæður ætti ekki að vera stórmál að því er best verður séð. Íslensk fyrirsæki og stofnanir nota flest tækniforskrift TS-136 frá Fagsaðlaráði í upplýsingatækni. Sú tækniforskrift byggir á CEN/BII, sem er undirstaðan í nýja staðlinum frá CEN/TC-434. Eigi að síður þarf að yfirfara lagasetningu og undirbúa innleiðingu hérlendis. Ætla má að Fagstaðlaráð (FUT) boði til fundar á næstunni um málið. Upplýst verður um stað og stund þegar að því kemur.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta