Trúnaðarbréf afhent í Andorra
Hinn 21. september sl. afhenti Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra, Joan Enric Vives Sicilla erkibiskupi í Urgell trúnaðarbréf sitt sem sendiherra gagnvart Andorra. Andorra er í umdæmi sendiráðs Íslands í París. Í tengslum við afhendinguna átti Berglind einnig fund með Gilbert Saboya, utanríkisráðherra Andorra, þar sem rætt var meðal annars um efnahagsmál og Evrópumálefni.