Mannanafnanefnd, úrskurðir 20. júlí 2009
FUNDARGERÐ
Ár 2009, mánudaginn 20. júlí, var haldinn fundur í mannanafnanefnd að Neshaga 16, Reykjavík. Mætt voru Kolbrún Linda Ísleifsdóttir, Ágústa Þorbergsdóttir og Baldur Sigurðsson. Neðangreind mál voru tekin fyrir:
1. Mál nr. 44/2009 Eiginnafn/ ritháttur: Sarah (kvk.)
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Mál þetta, sem móttekið var með tölvupósti 14. maí 2009, var tekið fyrir á fundum mannanafnanefndar 16. maí og 8. júlí sl. en afgreiðslu þess þá frestað til frekari skoðunar og gagnaöflunar.
Öll skilyrði 1., 2. og 3. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn þurfa að vera uppfyllt svo að mögulegt sé að samþykkja nýtt eiginnafn og færa það á mannanafnaskrá. Skilyrðin eru þessi:
· Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. (Með almennum ritreglum íslensks máls er vísað til auglýsinga nr. 132/1974 og 261/1977 um íslenska stafsetningu).
· Stúlku skal gefa kvenmannsnafn og dreng skal gefa karlmannsnafn.
· Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama.
Þegar svo háttar að eiginnafn uppfyllir ekki þau skilyrði, sem tilgreind eru í 1. og 3. málslið 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn, þ.e. tekur ekki íslenska eignarfallsendingu og/eða telst ekki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls, er unnt að samþykkja nafnið á mannanafnaskrá ef það telst hafa áunnið sér hefð. Hins vegar heimila mannanafnalög ekki að unnt sé að samþykkja nýtt eiginnafn á mannanafnaskrá á grundvelli hefðar ef það brýtur í bág við önnur ákvæði 5. gr. laganna, þ.e. 2. málslið 1. mgr., 2. mgr. og 3. mgr. 5. gr.
Eitt grundvallaratriði í íslensku málkerfi er beyging nafnorða í föllum. Undir það falla mannanöfn. Hegðun orða í beygingarkerfinu ræðst að miklu leyti af endingu þeirra þar sem ending orðs getur hamlað því að orðið hagi sér eðlilega í íslenskri beygingu. Eiginnafnið Sarah (kvk.) hefur endinguna -h, sem á sér ekki hliðstæðu við aðrar endingar kvenkynsnafna í íslensku. Bókstafurinn h stendur fyrir allsérstakt hljóð og í íslensku málkerfi eru mikil takmörk á því hvar þetta hljóð, og stafurinn sem það táknar, geta komið fyrir, því það kemur hvergi fyrir nema í upphafi orðs eða orðhluta. Erlendu samhljóðaklasarnir th og ph, sem finna má í nokkrum nöfnum sem hafa unnið sér hefð í íslensku máli, s.s. Edith, Ruth, Thelma, Christopher og Sophia, hafa hér sérstöðu þar sem th táknar hljóðið t og ph táknar hljóðið f. Endingin –h er hvergi til í íslensku máli og vegna sérstöðu þessa hljóðs og bókstafs er erfitt að gera ráð fyrir að nafnið Sarah muni aðlagast íslensku hljóð- og beygingarkerfi eðlilega.
Nafnorð, sem enda á sérhljóða í öllum föllum, taka veika beygingu. Dæmi: Anna, eignarfall Önnu og Sara, eignarfall Söru. Þar sem eiginnafnið Sarah endar ekki á sérhljóði tekur það ekki veika beygingu. Kvenkynsorð, sem fá sterka beygingu, enda á –ar í eignarfalli. Dæmi: Þorbjörg, eignarfall Þorbjargar og Signý, eignarfall Signýjar. Ef eiginnafnið Sarah fengi sterka beygingu yrði eignarfallsmyndin Sarahar en –h í enda orðs er ekki til í íslensku beygingarkerfi. Bókstafurinn og hljóðið -h í endingu orðs er því ekki í samræmi við íslenskt málkerfi.
Þar sem meinbugir á nafninu Sarah falla undir 2. málslið 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 er ekki unnt að samþykkja nafnið á grundvelli hefðar. Eiginnafnið Sarah (kvk.) uppfyllir þar af leiðandi ekki öll ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn og því er ekki mögulegt að fallast á það.
Hugtakið hefð í mannanafnalögum varðar einkum erlend nöfn frá síðari öldum sem ekki hafa aðlagast ritreglum íslensks máls. Þau eru stundum nefnd ung tökunöfn og koma fyrst fram í íslensku máli árið 1703 þegar manntal á Íslandi var tekið fyrsta sinni. Túlkun mannanafnanefndar á hugtakinu hefð í 5. og 6. gr. laga nr. 45/1996 styðst við eftirfarandi vinnulagsreglur sem nefndin setti sér á fundi 14. nóvember 2006 og sem eru byggðar á greinargerð með frumvarpi að mannanafnalögum og eldri vinnulagsreglum:
1. Ungt tökunafn telst hafa unnið sér hefð í íslensku máli ef það fullnægir einhverju eftirfarandi skilyrða:
a. Það er nú borið af a.m.k. 15 Íslendingum;
b. Það er nú borið af 10–14 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 30 ára aldri;
c. Það er nú borið af 5–9 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 60 ára aldri;
d. Það er nú borið af 1–4 Íslendingum og kemur þegar fyrir í manntalinu 1910;
e. Það er ekki borið af neinum Íslendingi nú en kemur a.m.k. fyrir í tveimur manntölum frá 1703–1910.
2. Með Íslendingum er átt við þá sem öðlast hafa íslenskan ríkisborgararétt án umsóknar og eiga eða hafa
átt lögheimili á Íslandi.
3. Tökunafn getur verið hefðað þó að það komi ekki fyrir í manntölum ef það hefur unnið sér menningar-helgi. Nafn telst hafa unnið sér menningarhelgi komi það fyrir í alkunnum ritum, frumsömdum eða þýddum, í nafnmynd sem ekki brýtur í bág við íslenskt málkerfi.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið og ritháttinn Sarah (kvk.) er hafnað.
2. Mál nr. 58/2009 Eiginnafn: Naemí (kvk.)
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Mál þetta, sem móttekið var 1. júlí 2009, var tekið fyrir á fundi mannanafnanefndar 8. júlí sl. en afgreiðslu þess þá frestað til frekari skoðunar og gagnaöflunar.
Öll skilyrði 1., 2. og 3. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn þurfa að vera uppfyllt svo að mögulegt sé að samþykkja nýtt eiginnafn og færa það á mannanafnaskrá. Skilyrðin eru þessi:
· Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. (Með almennum ritreglum íslensks máls er vísað til auglýsinga nr. 132/1974 og 261/1977 um íslenska stafsetningu).
· Stúlku skal gefa kvenmannsnafn og dreng skal gefa karlmannsnafn.
· Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama.
Þegar svo háttar að eiginnafn uppfyllir ekki þau skilyrði, sem tilgreind eru í 1. og 3. málslið 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn, þ.e. tekur ekki íslenska eignarfallsendingu og/eða telst ekki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls, er unnt að samþykkja nafnið á mannanafnaskrá ef það telst hafa áunnið sér hefð. Hins vegar heimila mannanafnalög ekki að unnt sé að samþykkja nýtt eiginnafn á mannanafnaskrá á grundvelli hefðar ef það brýtur í bág við önnur ákvæði 5. gr. laganna, þ.e. 2. málslið 1. mgr., 2. mgr. og 3. mgr. 5. gr.
Hugtakið hefð í mannanafnalögum varðar einkum erlend nöfn frá síðari öldum sem ekki hafa aðlagast ritreglum íslensks máls. Þau eru stundum nefnd ung tökunöfn og koma fyrst fram í íslensku máli árið 1703 þegar manntal á Íslandi var tekið fyrsta sinni. Túlkun mannanafnanefndar á hugtakinu hefð í 5. og 6. gr. laga nr. 45/1996 styðst við eftirfarandi vinnulagsreglur sem nefndin setti sér á fundi 14. nóvember 2006 og sem eru byggðar á greinargerð með frumvarpi að mannanafnalögum og eldri vinnulagsreglum:
1. Ungt tökunafn telst hafa unnið sér hefð í íslensku máli ef það fullnægir einhverju eftirfarandi skilyrða:
a. Það er nú borið af a.m.k. 15 Íslendingum;
b. Það er nú borið af 10–14 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 30 ára aldri;
c. Það er nú borið af 5–9 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 60 ára aldri;
d. Það er nú borið af 1–4 Íslendingum og kemur þegar fyrir í manntalinu 1910;
e. Það er ekki borið af neinum Íslendingi nú en kemur a.m.k. fyrir í tveimur manntölum frá 1703–1910.
2. Með Íslendingum er átt við þá sem öðlast hafa íslenskan ríkisborgararétt án umsóknar og eiga eða hafa
átt lögheimili á Íslandi.
3. Tökunafn getur verið hefðað þó að það komi ekki fyrir í manntölum ef það hefur unnið sér menningar-helgi. Nafn telst hafa unnið sér menningarhelgi komi það fyrir í alkunnum ritum, frumsömdum eða þýddum, í nafnmynd sem ekki brýtur í bág við íslenskt málkerfi.
Eiginnafnið og rithátturinn Naemí (kvk.) brýtur í bág við íslenskt málkerfi. Enda þótt dæmi sé um nafnið Naemi frá 19. öld merkir það ekki að um íslenskt nafn sé að ræða. Rétt er að benda á að ritháttur óalgengra nafna gat verið ótraustur í gömlum manntölum. Í manntalinu 1835 koma t.d. fyrir nöfnin Naemi, Nahemi og Nahemie og í manntalinu 1870 kemur fyrir nafnið Nahemja. Nafnið Naomí hefur unnið sér menningarhefð sem þekkt biblíunafn.
Samkvæmt gögnum Þjóðskrár er engin kona skráð með eiginnafnið Naemí sem uppfyllir skilyrði ofangreindra vinnulagsreglna. Því er ekki hefð fyrir þessum rithætti. Eiginnafnið Naemí (kvk.) uppfyllir þar af leiðandi ekki öll ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 og því er ekki mögulegt að fallast á það.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið og ritháttinn Naemí (kvk.) er hafnað.
3. Mál nr. 65/2009 Eiginnafn: London (kvk.)
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Öll skilyrði 1., 2. og 3. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn þurfa að vera uppfyllt svo að mögulegt sé að samþykkja nýtt eiginnafn og færa það á mannanafnaskrá. Skilyrðin eru þessi:
· Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. (Með almennum ritreglum íslensks máls er vísað til auglýsinga nr. 132/1974 og 261/1977 um íslenska stafsetningu).
· Stúlku skal gefa kvenmannsnafn og dreng skal gefa karlmannsnafn.
· Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama.
Þegar svo háttar að eiginnafn uppfyllir ekki þau skilyrði, sem tilgreind eru í 1. og 3. málslið 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn, þ.e. tekur ekki íslenska eignarfallsendingu og/eða telst ekki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls, er unnt að samþykkja nafnið á mannanafnaskrá ef það telst hafa áunnið sér hefð. Hins vegar heimila mannanafnalög ekki að unnt sé að samþykkja nýtt eiginnafn á mannanafnaskrá á grundvelli hefðar ef það brýtur í bág við önnur ákvæði 5. gr. laganna, þ.e. 2. málslið 1. mgr., 2. mgr. og 3. mgr. 5. gr.
Hugtakið hefð í mannanafnalögum varðar einkum erlend nöfn frá síðari öldum sem ekki hafa aðlagast ritreglum íslensks máls. Þau eru stundum nefnd ung tökunöfn og koma fyrst fram í íslensku máli árið 1703 þegar manntal á Íslandi var tekið fyrsta sinni. Túlkun mannanafnanefndar á hugtakinu hefð í 5. og 6. gr. laga nr. 45/1996 styðst við eftirfarandi vinnulagsreglur sem nefndin setti sér á fundi 14. nóvember 2006 og sem eru byggðar á greinargerð með frumvarpi að mannanafnalögum og eldri vinnulagsreglum:
1. Ungt tökunafn telst hafa unnið sér hefð í íslensku máli ef það fullnægir einhverju eftirfarandi skilyrða:
a. Það er nú borið af a.m.k. 15 Íslendingum;
b. Það er nú borið af 10–14 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 30 ára aldri;
c. Það er nú borið af 5–9 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 60 ára aldri;
d. Það er nú borið af 1–4 Íslendingum og kemur þegar fyrir í manntalinu 1910;
e. Það er ekki borið af neinum Íslendingi nú en kemur a.m.k. fyrir í tveimur manntölum frá 1703–1910.
2. Með Íslendingum er átt við þá sem öðlast hafa íslenskan ríkisborgararétt án umsóknar og eiga eða hafa
átt lögheimili á Íslandi.
3. Tökunafn getur verið hefðað þó að það komi ekki fyrir í manntölum ef það hefur unnið sér menningar-helgi. Nafn telst hafa unnið sér menningarhelgi komi það fyrir í alkunnum ritum, frumsömdum eða þýddum, í nafnmynd sem ekki brýtur í bág við íslenskt málkerfi.
Sérnafnið London er í íslensku máli fyrst og fremst þekkt sem örnefni, en það kemur einnig fyrir sem ættarnafn í ýmsum löndum. Mannanafnanefnd er ekki kunnugt um að nafnið sé notað erlendis sem eiginnafn. Uppruni þess og merking er ekki ljós en líklegt er að það eigi sér keltneskar rætur og merkingu sem örnefni, en ættarnafnið sé síðar til komið. Frá fornu fari virðast nöfn fólks eða goðkynjaðra vera hafa verið notuð sem örnefni, samanber fjöllin Esu og Þorbjörn hér á landi og evrópsku borgirnar París og Aþenu. Hins vegar virðist ekki hafa tíðkast að nota hrein-ræktuð örnefni sem eiginnöfn, hvorki hérlendis né erlendis, að nokkru ráði. Þau örfáu dæmi um ný eiginnöfn, sem tengja má örnefnum á Íslandi, til dæmis Hekla, eru orð sem haft geta almenna merkingu eða fela í sér persónu-gervingu örnefnisins. Ólíklegt virðist að örnefni á borð við Herðubreið eða Sigöldu, Ósló eða Kaupmannahöfn þættu ákjósanleg eiginnöfn, svo dæmi séu tekin.
Sérnafnið London á sér ekki neina hefð sem eiginnafn og ekkert í sögu nafnsins né merkingu þess bendir til þess að það sé nafn á persónu. Gerð þess og ending (-on) á sér ekki neina hliðstæðu meðal eiginnafna kvenna en hins vegar kemur endingin –on fyrir í nokkrum eiginnöfnum karla sem ættuð eru úr Biblíunni, til dæmis Aron og Gídeon.
Samkvæmt gögnum Þjóðskrár er engin kona skráð með eiginnafnið London og uppfyllir nafnið því ekki skilyrði ofangreindra vinnulagsreglna um hefð. Eiginnafnið London (kvk.) uppfyllir þar af leiðandi ekki öll ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 og því er ekki mögulegt að fallast á það.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið London (kvk.) er hafnað.
4. Mál nr. 66/2009 Eiginnafn: Nenni (kk.)
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Eiginnafnið Nenni (kk.) tekur beygingu í eignarfalli, Nenna, og telst að öðru leyti uppfylla ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið Nenni (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.
5. Mál nr. 67/2009 Eiginnafn: Ora (kvk.)
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Eiginnafnið Ora (kk.) tekur beygingu í eignarfalli, Oru, og telst að öðru leyti uppfylla ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið Ora (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá ásamt eignarfallsendingu þess, Oru, en þó ekki fyrr en tilkynning um nafngjöf hefur borist Þjóðskrá.
6. Mál nr. 68/2009 Eiginnafn / ritháttur: Heiðmarr (kk.)
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Öll skilyrði 1., 2. og 3. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn þurfa að vera uppfyllt svo að mögulegt sé að samþykkja nýtt eiginnafn og færa það á mannanafnaskrá. Skilyrðin eru þessi:
· Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. (Með almennum ritreglum íslensks máls er vísað til auglýsinga nr. 132/1974 og 261/1977 um íslenska stafsetningu).
· Stúlku skal gefa kvenmannsnafn og dreng skal gefa karlmannsnafn.
· Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama.
Þegar svo háttar að eiginnafn uppfyllir ekki þau skilyrði, sem tilgreind eru í 1. og 3. málslið 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn, þ.e. tekur ekki íslenska eignarfallsendingu og/eða telst ekki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls, er unnt að samþykkja nafnið á mannanafnaskrá ef það telst hafa áunnið sér hefð. Hins vegar heimila mannanafnalög ekki að unnt sé að samþykkja nýtt eiginnafn á mannanafnaskrá á grundvelli hefðar ef það brýtur í bág við önnur ákvæði 5. gr. laganna, þ.e. 2. málslið 1. mgr., 2. mgr. og 3. mgr. 5. gr.
Hugtakið hefð í mannanafnalögum varðar einkum erlend nöfn frá síðari öldum sem ekki hafa aðlagast ritreglum íslensks máls. Þau eru stundum nefnd ung tökunöfn og koma fyrst fram í íslensku máli árið 1703 þegar manntal á Íslandi var tekið fyrsta sinni. Túlkun mannanafnanefndar á hugtakinu hefð í 5. og 6. gr. laga nr. 45/1996 styðst við eftirfarandi vinnulagsreglur sem nefndin setti sér á fundi 14. nóvember 2006 og sem eru byggðar á greinargerð með frumvarpi að mannanafnalögum og eldri vinnulagsreglum:
1. Ungt tökunafn telst hafa unnið sér hefð í íslensku máli ef það fullnægir einhverju eftirfarandi skilyrða:
a. Það er nú borið af a.m.k. 15 Íslendingum;
b. Það er nú borið af 10–14 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 30 ára aldri;
c. Það er nú borið af 5–9 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 60 ára aldri;
d. Það er nú borið af 1–4 Íslendingum og kemur þegar fyrir í manntalinu 1910;
e. Það er ekki borið af neinum Íslendingi nú en kemur a.m.k. fyrir í tveimur manntölum frá 1703–1910.
2. Með Íslendingum er átt við þá sem öðlast hafa íslenskan ríkisborgararétt án umsóknar og eiga eða hafa
átt lögheimili á Íslandi.
3. Tökunafn getur verið hefðað þó að það komi ekki fyrir í manntölum ef það hefur unnið sér menningar-helgi. Nafn telst hafa unnið sér menningarhelgi komi það fyrir í alkunnum ritum, frumsömdum eða þýddum, í nafnmynd sem ekki brýtur í bág við íslenskt málkerfi.
Eiginnafnið Heiðmar (kk.) er á mannanafnaskrá. Það er hins vegar mjög ungt og kemur ekki fyrir í heimildum fyrr en á 20. öld. Rithátturinn Heiðmarr er eftirlíking á fornum rithætti nafna með sömu endingu en þá var gerður sá greinarmunur að nefnifall endaði á –rr en þolfallið og önnur föll í orðum af þessu tagi höfðu aðeins eitt r. Þessi aðgreining er löngu horfin úr íslensku máli og ekki telst lengur í samræmi við reglur tungumálsins að gera þennan greinarmun, hvorki í tali né riti.
Mannanafnanefnd hefur í þremur nýlegum úrskurðum samþykkt karlmannsnöfn með hinum forna rithætti –rr í nefnifalli þótt rithátturinn hafi ekki áunnið sér hefð samkvæmt ofangreindum vinnulagsreglum og nöfnunum hafi áður verið hafnað af nefndinni. Þetta eru nöfnin Hnikarr í máli 101/2006, Sævarr í máli 40/2006 og Ísarr í máli 2/2007. Í þessum málum taldi nefndin að þrátt fyrir að viðkomandi nöfn uppfylltu ekki skilyrði 5. greinar laga nr. 45/1996 um mannanöfn væri rétt að taka málin til endurskoðunar á grundvelli tveggja atriða: a) Öll nöfnin koma fyrir í fornu máli, b) öll nöfnin eru borin, eða hafa verið borin af nokkrum Íslendingum í fjölskyldu umsækjanda og skráð með endingunni –arr í þjóðskrá.
Mannanafnanafnanefnd getur ekki fallist á að hið sama gildi um nafnið Heiðmarr. Nafnið kemur ekki fyrir í fornum heimildum og saga þess í málinu er mjög stutt. Eftir að nafnið var tekið upp á 20. öld hefur enginn Íslendingur verið skráður með ritháttinn Heiðmarr samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá, og því engin hefð skapast um þann rithátt, sbr. ofangreindar vinnulagsreglur. Nafnið Heiðmarr uppfyllir því ekki það skilyrði sem tilgreint er í 3. málslið 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn og því er ekki mögulegt að fallast á það.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið og ritháttinn Heiðmarr (kk.) er hafnað.
9. Mál nr. 71/2009 Eiginnafn / ritháttur: Hávarr (kk.)
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Öll skilyrði 1., 2. og 3. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn þurfa að vera uppfyllt svo að mögulegt sé að samþykkja nýtt eiginnafn og færa það á mannanafnaskrá. Skilyrðin eru þessi:
· Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. (Með almennum ritreglum íslensks máls er vísað til auglýsinga nr. 132/1974 og 261/1977 um íslenska stafsetningu).
· Stúlku skal gefa kvenmannsnafn og dreng skal gefa karlmannsnafn.
· Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama.
Þegar svo háttar að eiginnafn uppfyllir ekki þau skilyrði, sem tilgreind eru í 1. og 3. málslið 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn, þ.e. tekur ekki íslenska eignarfallsendingu og/eða telst ekki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls, er unnt að samþykkja nafnið á mannanafnaskrá ef það telst hafa áunnið sér hefð. Hins vegar heimila mannanafnalög ekki að unnt sé að samþykkja nýtt eiginnafn á mannanafnaskrá á grundvelli hefðar ef það brýtur í bág við önnur ákvæði 5. gr. laganna, þ.e. 2. málslið 1. mgr., 2. mgr. og 3. mgr. 5. gr.
Hugtakið hefð í mannanafnalögum varðar einkum erlend nöfn frá síðari öldum sem ekki hafa aðlagast ritreglum íslensks máls. Þau eru stundum nefnd ung tökunöfn og koma fyrst fram í íslensku máli árið 1703 þegar manntal á Íslandi var tekið fyrsta sinni. Túlkun mannanafnanefndar á hugtakinu hefð í 5. og 6. gr. laga nr. 45/1996 styðst við eftirfarandi vinnulagsreglur sem nefndin setti sér á fundi 14. nóvember 2006 og sem eru byggðar á greinargerð með frumvarpi að mannanafnalögum og eldri vinnulagsreglum:
1. Ungt tökunafn telst hafa unnið sér hefð í íslensku máli ef það fullnægir einhverju eftirfarandi skilyrða:
a. Það er nú borið af a.m.k. 15 Íslendingum;
b. Það er nú borið af 10–14 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 30 ára aldri;
c. Það er nú borið af 5–9 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 60 ára aldri;
d. Það er nú borið af 1–4 Íslendingum og kemur þegar fyrir í manntalinu 1910;
e. Það er ekki borið af neinum Íslendingi nú en kemur a.m.k. fyrir í tveimur manntölum frá 1703–1910.
2. Með Íslendingum er átt við þá sem öðlast hafa íslenskan ríkisborgararétt án umsóknar og eiga eða hafa
átt lögheimili á Íslandi.
3. Tökunafn getur verið hefðað þó að það komi ekki fyrir í manntölum ef það hefur unnið sér menningar-helgi. Nafn telst hafa unnið sér menningarhelgi komi það fyrir í alkunnum ritum, frumsömdum eða þýddum, í nafnmynd sem ekki brýtur í bág við íslenskt málkerfi.
Eiginnafnið Hávar (kk.) er á mannanafnaskrá. Það er hins vegar mjög ungt og kemur ekki fyrir í heimildum fyrr en á 20. öld. Rithátturinn Hávarr er eftirlíking á fornum rithætti nafna með sömu endingu en þá var gerður sá greinar-munur að nefnifall endaði á –rr en þolfallið og önnur föll í orðum af þessu tagi höfðu aðeins eitt r. Þessi aðgreining er löngu horfin úr íslensku máli og ekki telst lengur í samræmi við reglur tungumálsins að gera þennan greinarmun, hvorki í tali né riti.
Mannanafnanefnd hefur í þremur nýlegum úrskurðum samþykkt karlmannsnöfn með hinum forna rithætti –rr í nefnifalli þótt rithátturinn hafi ekki áunnið sér hefð samkvæmt ofangreindum vinnulagsreglum og nöfnunum hafi áður verið hafnað af nefndinni. Þetta eru nöfnin Hnikarr í máli 101/2006, Sævarr í máli 40/2006 og Ísarr í máli 2/2007.
Í þessum málum taldi nefndin að þrátt fyrir að viðkomandi nöfn uppfylltu ekki skilyrði 5. greinar laga nr. 45/1996 um mannanöfn væri rétt að taka málin til endurskoðunar á grundvelli tveggja atriða: a) Öll nöfnin koma fyrir í fornu máli, b) öll nöfnin eru borin, eða hafa verið borin af nokkrum Íslendingum í fjölskyldu umsækjanda og skráð með endingunni –arr í þjóðskrá.
Mannanafnanafnanefnd getur ekki fallist á að hið sama gildi um nafnið Hávar. Nafnið kemur ekki fyrir í fornum heimildum og saga þess í málinu er mjög stutt. Eftir að nafnið var tekið upp á 20. öld hefur enginn Íslendingur verið skráður með ritháttinn Hávarr samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá, og því engin hefð skapast um þann rithátt, sbr. ofangreindar vinnulagsreglur.
Nafnið Hávarr uppfyllir því ekki það skilyrði sem tilgreint er í 3. málslið 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um manna-nöfn og því er ekki mögulegt að fallast á það.
Úrskurðarorð:
Beiðni um eiginnafnið og ritháttinn Hávarr (kk.) er hafnað.
---------------------------------------------
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið.