Hoppa yfir valmynd
1. september 2009 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Lækkun ríkisútgjalda hjá opinberum stofnunum

Fimmtudaginn 3. september 2009 héldu fjármálaráðuneytið og Félag forstöðumanna ríkisstofnana morgunverðarfund þar sem kynntar voru og ræddar leiðir til að lækka útgjöld vegna reksturs opinberra stofnana.

Á fundinum var fjallað um leiðarljós sem ríkisstjórnin samþykkti til að mæta fyrirsjáanlegum samdrætti á fjárlögum næstu ára og mögulega útfærslu á einstökum aðgerðum, einkum er lúta að launakostnaði og öðrum starfstengdum kostnaði. Einnig voru kynntar hugmyndir um samráð og samvinnu á milli forstöðumanna stofnana, fjármálaráðuneytis og annarra ráðuneyta til að takast á við það erfiða og flókna verkefni sem framundan er í íslenskri stjórnsýslu.

Dagskrá


Kl. 8:30-8:35
Fundurinn settur. Magnús Guðmundsson formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana.

Kl. 8:35-8:45
Ávarp fjármálaráðherra Steingríms J. Sigfússonar.

Kl. 8:45-9:00
Fjárlagagerð og áætlun um jöfnuð í ríkisfjármálum. Guðmundur Árnason ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu - Jöfnuður í ríkisfjármálum og rekstur stofnana (PDF 86 KB)

Kl. 9:00-9:20
Áætlanagerð, framkvæmd fjárlaga og sparnaðarátak í ríkisrekstri. Ingþór Karl Eiríksson fjármálaráðuneytinu - Framkvæmd fjárlaga: Staða og horfur (PDF 108 KB)

Kl. 9:20-9:50
Launakostnaður, framkvæmd launalækkunar, uppsagna og breytts starfshlutfalls. Gunnar Björnsson fjármálaráðuneyti - Hagræðingaraðgerðir í launamálum (PDF 436 KB)

Kl. 9:50-10:10
Reynsla forstöðumanns af niðurskurði og hagræðingu. Sigríður Snæbjörndsdóttir framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja - Hrunadans: Aðhald, hagræðing, sparnaður, niðurskurður (PDF 56 KB)

Kl. 10:10-10:20
Stýrihópur um samráð forstöðumanna og ráðuneyta. Ásta Valdimarsdóttir forstjóri Einkaleyfastofu - Samvinna (PDF 264 KB).

Kl. 10:15-11:00
Umræður og fyrirspurnir þar sem allir fyrirlesarar sitja fyrir svörum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta