Hoppa yfir valmynd
24. nóvember 2009 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Ráðstefna um kynjaða fjárlagagerð

Ráðstefna um kynjaða fjárlagagerð fer fram á Hotel Nordica föstudaginn 13. nóvember 2009.

Ráðstefnan er sérstaklega ætluð forstöðumönnum ríkisstofnana, skrifstofu- og ráðuneytisstjórum, fulltrúum í fjárlaganefnd, fjármálastjórum, þingmönnum og ráðherrum, embættismönnum í norrænu samstarfi og sérfræðingum um jafnréttismál.

Kynjuð fjárlagagerð er flestum framandi hugtak enn sem komið er og verður leitast við að skýra út hugmyndafræðina og aðferðirnar sem hún byggir á. Meðal annars verður skoðað hvaða áhrif ákvarðanir um ríkisútgjöld hafa á kynin.

Norrænir sérfræðingar munu halda erindi um aðferðarfræði kynjaðrar fjárlagagerðar og má þar helst nefna:

  • Païvi Valkama, sérfræðing hjá finnska fjármálaráðuneytinu,
  • Catharina Schmitz, sænskan sérfræðing í kynjaðri fjárlagagerð og
  • Sigurð Helgason framkvæmdastjóra Stjórnhátta.

Ráðstefnan er liður í formennskuáætlun Íslendinga í Norrænu ráðherranefndinni á árinu 2009.
Boðið verður upp á léttar veitingar og hádegisverð. Aðgangur ókeypis.

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna í boðsbréfi á ráðstefnuna (PDF 360 KB) og í dagskrá (PDF 351 KB).

Skráning fer fram hjá Halldóru Friðjónsdóttur hjá fjármálaráðuneytinu á netfanginu: [email protected] og veitir hún jafnframt nánari upplýsingar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta