Hoppa yfir valmynd
7. júní 2023

Ný samstarfsyfirlýsing Íslands og Indlands um jarðvarma.

Gert er ráð fyrir jarðvarmasamstarfi víðar á Indlandi en í Ladakh-fylki í nýrri samstarfsyfirlýsingu milli ÍSOR og ONGC-orkufyrirtækisins indverska (Oil & Natural Gas Corporation Ltd), sem undirrituð var í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Nýju-Delhí 7. júní 2023. Nýja samstarfsyfirlýsingin byggir á fyrra samkomulagi Íslands og Indlands um verkefnið í Ladakh-fylki og góðum ákvörðunum um frekari samvinnu á fundi verkefnisnefndar ríkjanna (task force) um jarðvarmanýtingu í Nýju-Delhí fyrr á árinu.

Dr. Adhikari, undirritaði samkomulagið af hálfu ONGC og Mr. Ranjit Kumar forstjóri Techon Consulting Engineers af hálfu ÍSOR. Viðstaddir voru Guðni Bragason sendiherra í Nýju-Delhí og  Arun Kumar Singh nýr stjórnarformaður ONGC, og með fjarfundarbúnaði Árni Magnússon stjórnarformaður ÍSOR og fulltrúar VERKÍS.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta