Hoppa yfir valmynd
15. júní 2010 Heilbrigðisráðuneytið

Nákvæm flokkun dánarorsaka á Norðurlöndum

Stefnt er að því að í haust komi út skýrsla um dánarorsakir á Norðurlöndunum og flokkun þeirra. Unnið er að því að samræma flokkunina milli landa, en mikilvægt er að nákvæmni sé í slíkum skráningum.  

Norræna heilbrigðistölfræðinefndin fjallar um staðtölur um heilbrigðismál, en hún heyrir undir Norrænu ráðherranefndina. Nefndin stendur að útgáfu árbókar um norræna heilbrigðistölfræði, en að auki eru reglulega gefnar út skýrslur um sérstaka þætti heilbrigðisþjónustunnar eða tengd mál.

Í nefndinni eiga sæti fulltrúar allra Norðurlandanna. Auk þeirra taka Eystrasaltslöndin að hluta þátt í samstarfinu. Fulltrúar Íslands í nefndinni koma frá heilbrigðisráðuneytinu, Landlækni og Hagstofunni.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta