Hoppa yfir valmynd
11. júlí 2017 Innviðaráðuneytið

Seinni greiðsla sérstaks framlags úr Jöfnunarsjóði vegna tekna af skatti á fjármálafyrirtæki

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um seinni úthlutun framlaga er byggja á tekjum ríkissjóðs af sérstökum skatti á fjármálafyrirtæki (svokölluðum bankaskatti). Framlagið kom til greiðslu 7. júlí síðastliðinn.

Framlagið að fjárhæð 617,5 m.kr. byggir á skiptihlutfalli áætlaðra útgjaldajöfnunarframlaga 2017, áætlaðra fasteignaskattsframlaga 2017 og endanlegra skiptihlutfalla almennra húsaleigubóta á árinu 2016. Sá hluti framlagsins sem byggir á almennu húsaleigubótunum kemur til greiðslu þegar uppgjör þess framlags fer fram vegna ársins 2016.  

Fyrri greiðsla bankaskattsframlagsins að fjárhæð 550 m.kr. (sjá frétt frá 4. júlí) kom til greiðslu 30. júní sl. og var því framlagi skipt hlutfallslega milli sveitarfélaga í samræmi við hlutdeild þeirra í álögðu heildarútsvari á árinu 2016. Eftirstöðvar þess framlags, að fjárhæð 100 m. kr., munu koma til greiðslu eigi síðar en 1. nóvember 2017.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta