Hoppa yfir valmynd
17. september 2001 Innviðaráðuneytið

Nýlegar breytingar á lögum um húsnæðismál

Breytingarlög nr. 77 / 2001 á lögum nr. 44/1998 um húsnæðismál tóku gildi 15. júní sl. Með breytingum þessum fær Íbúðalánasjóður fleiri úrræði til að leysa vanda fólks sem komið er í greiðsluvandræði vegna húsnæðislána. Nýtt úrræði er heimild til að lengja upphaflegan lánstíma um 15 ár.

Einnig mun lánstími lengjast ef um frystingu lána er að ræða, þannig að greiðslubyrðin að þeim tíma loknum verður viðráðanlegri heldur en ella (48. gr). Þá var verksvið kærunefndar húsnæðismála rýmkað (41. og 42. gr.) og heimildir Íbúðalánasjóðs voru rýmkaðar til að afskrifa útistandandi veðkröfur þegar íbúð hefur eyðilagst af óviðráðanlegum ástæðum og eigandi hennar ekki fengið bætur sem duga til uppgreiðslu á áhvílandi kröfum (47. gr.).

Loks var sett ný heimild til sveitarfélaga til að yfirtaka lán vegna félagslegra íbúða sem þau hafa innleyst og ákveða að leigja. Þetta þýðir að sveitarfélögin geta yfirtekið eldri lán sem hvíla á eignum á hagstæðum vöxtum (bráðabirgðaákvæði III í lögunum).

Þessi tenging er ekki vistuð á heimasíðu félagsmálaráðuneytisinsLög um breytingu á lögum um húsnæðismál, nr. 44/1998

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta