Hoppa yfir valmynd
19. apríl 2002 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Samningur um þjónustu við fatlaða

Páll Pétursson, félagsmálaráðherra og Albert Eymundsson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar, undirrituðu í dag samning um framhald á þjónustu Sveitarfélagsins Hornafjarðar við fatlaða.

Frá árinu 1997 hefur verið í gildi samningur milli félagsmálaráðuneytisins og Sveitarfélagsins Hornafjarðar um framkvæmd á þjónustu við fatlaða sem er á vegum ríkisins samkvæmt lögum um málefni fatlaðra.

Samningurinn sem gerður er með heimild í 13. gr. laga um málefni fatlaðra og 30. gr. laga um fjárreiður ríkisins gildir til 31. desember 2006.

Með samningnum tekur sveitarfélagið að sér verkefni Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Austurlandi gagnvart íbúum sveitarfélagsins.

Árlegar greiðslur félagsmálaráðuneytisins til Sveitarfélagsins Hornafjarðar vegna samningsins eru um 16 m.kr.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta