Ábyrgð aðila sem standa fyrir félags- og tómstundastarfi fyrir börn og unglinga
Í ritinu er fjallað um lagarammann um félags- og tómstundastarf barna og ungmenna og þar á meðal lýst aðgæslu- og eftirlitsskyldum þeim, sem hvíla á þeim sem hafa umsjón með börnum. Því er lýst að almennar reglur skaðabótaréttar gilda um þá sem standa að félags- og tómstundastarfi fyrir börn og unglinga, þ.m.t. reglurnar um ábyrgð vinnuveitanda á tjóni sem starfsmaður hans veldur með saknæmum hætti og meginreglan um að sök (ásetning eða gáleysi) þurfi til að skaðabótaskylda stofnist. Höfundur er Ragnhildur Helgadóttir prófessor við HR.
Ábyrgð aðila sem standa fyrir félags- og tómstundastarfi fyrir börn og unglinga