Embætti forstöðumanns Minjastofnunar Íslands laust til umsóknar
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra auglýsir embætti forstöðumanns Minjastofnunar Íslands laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 23. september næstkomandi.
Minjastofnun Íslands starfar undir yfirstjórn umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins og skipar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra forstöðumann Minjastofnunar til fimm ára í senn. Forstöðumaður ber stjórnunarlega og fjárhagslega ábyrgð á rekstri og faglegri starfsemi stofnunarinnar og ábyrgð gagnvart ráðherra í samræmi við lög og skipurit stofnunarinnar. Leitað er eftir öflugum og faglegum leiðtoga til að leiða fagstofnun sem hefur það hlutverk að framkvæma minjavörslu í landinu og efla vernd fornleifa og byggingararfs á Íslandi.
Minjastofnun Íslands er stjórnsýslustofnun sem annast framkvæmd minjavörslu í samræmi við ákvæði laga um menningarminjar. Innan stofnunarinnar starfa sérfræðingar með yfirgripsmikla fagþekkingu og reynslu á sínu sviði.
Forstöðumaður stofnunarinnar þarf að búa yfir metnaði og framsýni til að leiða Minjastofnun Íslands til framtíðar. Gerð er krafa um framhaldsmenntun á háskólastigi á starfssviði stofnunar og með haldgóða þekkingu á málefnasviði hennar. Áhersla er lögð á farsæla stjórnunarreynslu og færni í mannlegum samskiptum. Viðkomandi þarf að geta unnið vel undir álagi, vera agaður og skilvirkur í vinnubrögðum og búa yfir góðri hæfni til að tjá sig í ræðu og riti bæði á íslensku og ensku. Við mat á umsækjendum er miðað við kjörmynd stjórnenda út frá stjórnendastefnu ríkisins.
Nánari upplýsingar um stofnunina er að finna á heimasíðu hennar https://www.minjastofnun.is/
Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um stöðuna.
Upplýsingar um embættið veitir Stefán Guðmundsson, ráðuneytisstjóri umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, [email protected].