Hoppa yfir valmynd
19. september 2012 Innviðaráðuneytið

Tækniforskrift TS-137 fyrir rafrænt reikningaferli

Í vinnslu eru drög að tækniforskrift TS137 fyrir rafrænt reikningaferli samkvæmt CEN/BII umgjörð 5. Verkið er unnið af tækninefnd FUT, fagstaðlaráðs í upplýsingatækni, í samvinnu við ICEPRO og fleiri. Vinnan er á lokastigi, en hér á eftir fer útdráttur úr formála og inngangi skjalsins.

Tækniforskrift fyrir rafrænt reikningaferli er skjal sem er ætlað að styðja við uppsetningu og innleiðingu rafræns reikningaferils í viðskiptakerfum fyrirtækja og stofnana þannig að þau geti sent og tekið á móti rafrænum reikningi og kreditreikningi viðskiptaaðila.

Rafrænt reikningaferli (e. Billing) á uppruna sinn að rekja til vinnu Business Interoperability Interfaces on Public Procurement in Europe (BII) vinnuhópsins sem starfar á vegum Evrópsku staðlasamtakanna (CEN).

Markmið BII er að þróa samræmda aðferðafræði til að stunda rafræn innkaup meðal aðildarlanda Evrópusambandsins og EES. Grunnferlar rafrænna innkaupa samanstanda af 26 umgjörðum. Umgjörð 5 skilgreinir rafrænt reikningaferli.

Tækniforskriftin byggir á skilgreiningu CEN/ BII verkefnisins á einföldum rafrænum reikningi, umgjörð 5 (e. Billing - Profile BII5). Tækniforskriftin er ætluð þeim sem vinna við innleiðingu rafrænna reikninga hjá fyrirtækjum sem gefa út slíka sölu- og kreditreikninga og/eða taka við þeim.

Nánari upplýsingar er að finna á:

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta