Hoppa yfir valmynd
3. apríl 2020 Dómsmálaráðuneytið

Réttur til dvalar lengdur vegna Covid-19

Dómsmálaráðherra birti í dag nýja reglugerð sem tekur á dvöl þeirra útlendinga sem ekki hafa komist til síns heima frá 20. mars sl. vegna ferðatakmarkana, sóttkvíar eða einangrunar.

Í ofangreindum tilvikum þar sem  gildistími dvalarleyfis eða vegabréfsáritunar er runninn út verður útlendingum heimilt að dvelja hér á landi til 1. júní næstkomandi án þess að þurfa að sækja sérstaklega um slíka heimild til dvalar.

Reglugerðina má sjá á vef Stjórnartíðinda

Nánari upplýsingar og leiðbeiningar er að finna á vef Útlendingastofnunar

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta