Hoppa yfir valmynd
28. desember 2018 Heilbrigðisráðuneytið

Forsendur aukafjárveitingar til heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni

Eftirfarandi eru upplýsingar um forsendur þeirrar aukafjárveitingar til heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni fyrir rekstrarárið 2018 sem heilbrigðisráðherra hefur ákveðið og tilkynnt var um í gær. Fjárveitingin rúmast innan fjárheimilda samkvæmt fjárlögum og byggist á millifærslum á grundvelli heimilda í lögum um opinber fjármál.

Rekstrarframlög til heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni eru fjármögnuð af þremur málaflokkum sem skilgreindir eru í fylgiriti fjárlaga, þ.e. 1) Almenn sjúkrahúsþjónusta sem - liður 23.20, 2) Heilsugæsla sem er liður 24.10 og 3) Hjúkrunar- og dvalarrými – liður 25.10.

Samkvæmt lögum um opinber fjármál nr. 123/2015 er skilgreindur varasjóður fyrir hvern málaflokk og skal fjárveiting í varasjóð nema að hámarki 2% af fjárheimildum til málaflokksins. Hver ráðherra skal hafa reglubundið eftirlit með fjárhag ríkisaðila í A-hluta sem stjórnarmálefnasviði hans tilheyra og greina og bregðast við áhættu og veikleikum í rekstri. Í 34. gr. laganna segir: „Ef hætta er á að útgjöld verði umfram fjárveitingar skal hann [þ.e. ráðherra] leita leiða til að lækka gjöld innan ársins, millifæra fjárveitingar innan málaflokka eða nýta varasjóði þannig að útgjöld verði ekki umfram fjárveitingar.“

Sú 560 milljóna króna viðbótarfjárveiting til heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni sem greint hefur verið frá felst í millifærslum eins og að framan greinir og koma þær af safnlið og varasjóði almennrar sjúkrahúsþjónustu og safnlið og varasjóði heilsugæslu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta