Hoppa yfir valmynd
17. apríl 2009 Innviðaráðuneytið

Færri umferðarslys en fleiri alvarlega slasaðir

Heildarfjöldi umferðarslysa og þeirra sem slösuðust lækkaði um 5,3% milli áranna 2007 og 2008. Alvarlega slösuðum fjölgar en lítið slösuðum fækkar. Kemur þetta fram í nýrri skýrslu slysaskráningar Umferðarstofu.

Slysum með meiðslum fækkaði úr 1.147 árið 2007 í 1.085 eða um 5,4%. Alvarlega slösuðum fjölgaði hins vegar úr 195 í 200 eða um 2,6% og lítið slösuðum fækkar úr 1.463 í 1.373 sem er 6,3% lækkun. Heildarfjöldi slasaðra og látinna lækkar úr 1.673 í 1.585 eða um 5,3%.

Tólf létust í umferðinni í fyrra. Frá árinu 1970 hafa einu sinni færri látist sem var árið 1966 þegar 10 manns létust. Árin 1999 til 2008 létust að meðaltali 23 í umferðinni á ári hverju. Þegar rýnt er í slysatölur kemur meðal annars eftirfarandi í ljós:

  • Ellefu þeirra sem létu lífið á síðasta ári voru í bílum, einn var á bifhjóli.
  • Fjórir af ellefu sem létust í bílum voru ekki í bílbeltum.
  • Fimm létu lífið í slysum í þettbýli, 7 í dreifbýli. Slys með miklum meiðslum voru 97 í þéttbýli en 67 í dreifbýli.


Umferðarstofa hefur útbúið kort þar sem sýnd er staðsetning allra umferðarslysa árin 2007 og 2008 og tilgreindar nánari upplýsingar um hvert og eitt slys.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta