Hoppa yfir valmynd
21. febrúar 2001 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Greiðsluafkoma ríkissjóðs í janúar 2001. Greinargerð 21. febrúar 2001

Nú liggja fyrir tölur um afkomu ríkissjóðs í janúar 2001. Uppgjörið hér á eftir sýnir sjóðshreyfingar og er sambærilegt við almenn sjóðsstreymisyfirlit. Tölurnar eru því ekki sambærilegar við ríkisreikning eða fjárlög ársins sem eru sett fram á rekstrargrunni.

Heildaryfirlit
Samkvæmt þessum tölum nam handbært fé frá rekstri 1,8 milljörðum króna. Þessi niðurstaða er rúmlega 700 milljónum króna hagstæðari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Hins vegar er útkoman tæplega 3 milljörðum króna lakari en í fyrra sem stafar af sambærilegri hækkun gjalda milli ára. Hér er þó fyrst og fremst um hliðrun milli mánaða að ræða sem væntanlega gengur til baka. Hreinn lánsfjárafgangur nam aðeins rúmum 100 milljónum króna, samanborið við 9,5 milljarða afgang í fyrra. Þessi niðurstaða er um 900 milljónum króna hagstæðari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Skýringin á minni afgangi en í fyrra er, auk fyrrnefndra skýringa, sú að í janúar í fyrra voru greiddir um 5,5 milljarðar króna vegna sölu ársins 1999 á hlutabréfum í ríkisbönkunum. Nýjar lántökur námu 3,4 milljörðum króna en afborganir aðeins 0,5 milljörðum. Auk þess voru 1.250 milljónir króna greiddar sérstaklega til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins til að grynnka á framtíðarskuldbindingum ríkissjóðs. Greiðsluafkoma ríkissjóðs var því jákvæð um 1,8 milljarð
a króna, samanborið við 11,8 milljarða í janúar 2000. Skýringar á minni afgangi eru þær sömu og hér hafa verið nefndar að framan.


Greiðsluafkoma ríkissjóðs í janúar
(Í milljónum króna)
1998
1999
2000
2001
Innheimtar tekjur................................................
10.229
13.737
17.398
17.579
Greidd gjöld........................................................
10.969
11.225
12.651
15.748
Handbært fé frá rekstri.....................................
-740
2.512
4.747
1.831
Fjármunahreyfingar.........................................
960
-1.699
4.239
-1.693
Hreinn lánsfjárjöfnuður.................................
220
813
8.985
138
Afborganir lána................................................
-425
-502
-158
-447
Innanlands.......................................................
-425
-188
-158
-447
Erlendis............................................................
0
-314
0
0
Greiðslur til LSR og LH....................................
-500
-1.250
Lánsfjárjöfnuður, brúttó..................................
-205
311
8.828
-1.559
Lántökur...........................................................
1.503
-2.063
3.030
3.369
Innanlands.......................................................
1.503
-2.088
2.984
3.370
Erlendis............................................................
0
25
46
-1
Greiðsluafkoma ríkissjóðs.............................
1.298
-1.752
11.858
1.810



Tekjur
Heildartekjur ríkissjóðs í janúar 2001 námu um 17S milljarði króna, tæplega S milljarði undir áætlun. Hækkunin frá því í janúar í fyrra nemur aðeins tæplega 200 milljónum króna, eða rúmu 1%, og skatttekjur dragast saman um svipað hlutfall. Meginskýringin á þessari litlu hækkun er sú að innheimta nokkurra tekjuliða virðist hafa hliðrast milli janúar og febrúar.

Tekjur ríkissjóðs í janúar
(Í milljónum króna)

Breyting frá
fyrra
ári,%
1998
1999
2000
2001
1999
2000
2001
Skatttekjur í heild...............................
9,787
13,177
16,767
16,638
34.6
27.2
-0.8
Skattar á tekjur og hagnað.............
5,650
5,427
8,086
8,830
-3.9
49.0
9.2
Tekjuskattur einstaklinga.................
3,406
3,895
4,429
4,575
14.4
13.7
3.3
Tekjuskattur lögaðila......................
240
156
262
510
-35.0
67.9
94.7
Skattur á fjármagnstekjur.................
2,004
1,376
3,395
3,745
-31.3
146.7
10.3
Tryggingargjöld................................
1,468
1,655
1,811
1,805
12.7
9.4
-0.3
Eignarskattar....................................
419
390
538
601
-6.9
37.9
11.7
Skattar á vöru og þjónustu..............
2,230
5,688
6,312
5,375
155.1
11.0
-14.8
Virðisaukaskattur.............................
375
3,025
3,208
3,152
706.7
6.0
-1.7
Aðrir óbeinir skattar.........................
1,854
2,663
3,101
2,224
43.6
16.4
-28.3
Þar af:
Vörugjöld af ökutækjum.................
163
395
370
248
142.3
-6.3
-33.0
Vörugjöld af bensíni.......................
596
552
569
550
-7.4
3.1
-3.3
Þungaskattur..................................
308
427
485
259
38.6
13.6
-46.6
Áfengisgjald og hagnaður ÁTVR..
336
487
738
391
44.9
51.5
-47.0
Annað.............................................
451
802
939
776
77.8
17.1
-17.4
Aðrir skattar......................................
20
17
20
27
-15.0
17.6
35.0
Aðrar tekjur........................................
441
561
631
940
27.2
12.5
49.0
Tekjur alls...........................................
10,229
13,737
17,398
17,579
34.3
26.7
1.0


Helstu breytingar frá fyrra ári eru þær að tekjuskattur lögaðila nær tvöfaldast. Það skýrist fyrst og fremst af minni innheimtu á síðasta ári en gert var ráð fyrir, enda voru tæpir 2 milljarðar króna útistandandi í lok ársins. Tekjuskattar einstaklinga hækka lítilsháttar milli ára, eða um 3%, og fjármagnstekjuskattur um 10%. Tryggingagjald er hins vegar nánast óbreytt milli ára.

Mesta breytingin kemur fram í veltusköttum, þ.e. sköttum á vörur og þjónustu, en þeir lækka um 900 milljónir króna frá sama tíma í fyrra. Hér gætir annars vegar áhrif minni bílainnflutnings og þar með minni tekna af vörugjaldi af bifreiðum. Hins vegar eru tekjur vegna bifreiðaskatta, þungaskatts, bifreiðagjalda og gjalda af áfengi og tóbaki tæplega 600 milljónum króna lægri nú en í fyrra. Hér er þó greinilega um hliðrun milli mánaða að ræða fremur en varanlega lækkun.

Tekjur af virðisaukaskatti lækka einnig lítillega milli ára. Skýringin liggur fyrst og fremst í því að endurgreiðslur virðisaukaskatts hafa aukist um tæplega 300 milljónir króna frá því í janúar í fyrra. Innheimta virðisaukaskatts af innflutningi hefur hins vegar aukist um 200 milljónir króna milli ára, eða um 5%.

Gjöld
Heildargreiðslur ríkissjóðs námu um 15,8 milljörðum króna í janúar og hækka um 3,1 milljarð frá fyrra ári. Greiðslunar eru 1,1 milljarði innan áætlunar fjárlaga. Þar sem tímabilið til umfjöllunar er aðeins einn mánuður má gera ráð fyrir því að töluverð frávik skýrist af tilfærslu milli mánaða.

Útgjöld til almennra mála, en þar falla undir æðsta stjórn ríkisins, dómgæsla, löggæsla o.fl., lækka samtals um 7,5% milli ára. Þannig lækka greiðslur til Alþingis og verkefna forsætisráðuneytis frá fyrra ári, auk þess sem afturvirk launahækkun lögreglumanna sem kom til greiðslu í janúar 2000 hefur áhrif á samanburð milli ára.

Gjöld ríkissjóðs janúar
(Í milljónum króna)
Breyting í %
1999
2000
2001
1999-2000
2000-2001
Almenn mál.........................................
967
1.577
1.458
63,1
-8,2
Almenn opinber mál............................
-
1.019
965
-
-5,3
Löggæsla og öryggismál.....................
-
558
494
-
-11,5
Félagsmál............................................
7.195
7.099
8.608
-1,3
21,3
Þar af: Fræðslu- og menningarmál.........
-
1.631
2.404
-
47,4
Heilbrigðismál............................
-
2.986
3.315
-
11,0
Almannatryggingamál.................
-
2.161
2.513
-
16,3
Atvinnumál..........................................
1.648
1.838
2.879
11,5
56,6
Þar af: Landbúnaðarmál.........................
-
761
1.410
-
2,7
Samgöngumál..............................
-
694
735
-
8,5
Vaxtagjöld............................................
768
1.391
1.755
81,1
26,2
Önnur útgjöld.....................................
646
746
1.047
15,5
40,3
Gjöld alls.............................................
11.225
12.651
15.748
12,7
24,5


Rúmlega helmingur af útgreiðslum í janúar rann til ýmissa félagsmála, svo sem fræðslu- menningar-, heilbrigðis- og tryggingamála. Útgjöld til þessa málaflokks hækka í heild um 20% milli ára. Þar vegur langþyngst 60% hækkun til fræðslumála sem skýrist nær alfarið af tilfærslu milli mánaða. Tilfærslur koma fram sem hækkun greiðslna til Háskóla Íslands, Lánasjóðs íslenskra námsmanna, og styrkir vegna jöfnunar á námskostnaði. Auk þess hækkar innheimta afnotagjalds Ríkisútvarpsins, sem sýnd er sem framlag til stofnunarinnar á gjaldahlið fjárlaga. Greiðslur til heilbrigðismála hækka um 11% og til almannatrygginga um 16%, en þar er aftur að mestu leyti um tilfærslu milli mánaða að ræða sem kemur fram í bættri greiðslustöðu Tryggingarstofnunar. Atvinnuleysi er heldur lægra en á sama tíma í fyrra, eða 1,6% á móti 1,8% í janúar í fyrra.

Útgjöld til atvinnumála hækka samtals um 1 milljarð króna, sem er meira en 50% miðað við janúar í fyrra. Mestu munar um uppkaup ríkisins á fullvirðisrétti bænda, en 740 m.kr. greiðsla fór til þess verkefnis í janúar.

Vaxtagreiðslur hækka um 26%, eða tæpar 400 m.kr. sem skýrist nær alfarið af sérstakri innlausn spariskírteina nú í janúar.

Önnur útgjöld hækka um 300 m.kr. milli ára og skýrist af hærri greiðslum til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

Lánahreyfingar
Greiðslur fjármunahreyfinga voru 1,7 milljarðar króna en á sama tíma í fyrra námu þær 4,7 milljörðum. Skýring á þessum mun kemur einkum fram í því að á síðasta ári námu innborganir vegna sölu á hlutabréfum í ríkisbönkunum 5,4 milljörðum króna.

Afborganir lána ríkissjóðs námu rúmum 400 m.kr., sem er nær 300 m.kr. hærri fjárhæð en árið áður. Þar ber hæst forinnlausn spariskírteina, en í uppkaupaútboði var tekið tilboðum að fjárhæð 500 m.kr. í spariskírteinaflokk RIKS 02 0401. Innlausnin hækkar afborganir um 350 m.kr. og greidda vexti um 150 m.kr. Uppkaup með þessum hætti beinast að þeim flokkum spariskírteina sem ekki eru nægilega seljanlegir á eftirmarkaði.

Ákveðið hefur verið að ráðstafa hluta lánsfjárafgangs ríkissjóðs til greiðslu lífeyrisskuldbindinga hans hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Greiðslur til sjóðsins í janúar námu 1.250 m.kr. samanborið við 500 m.kr. í fyrra.

Lántökur ríkisins námu um 3,4 milljörðum króna, sem er heldur hærra en á síðasta ári. Lántökur eru nær alfarið með sölu ríkisvíxla.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta