Hoppa yfir valmynd
7. febrúar 2013 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Séð og heyrt á vef velferðarráðuneytisins

Upplýsingar á táknmáli
Upplýsingar á táknmáli

Velferðarráðuneytið býður nú upplestur á íslensku efni á vef sínum með veflesara sem bætir verulega aðgengi blindra, sjónskerta og lesblindra að efni sem þar er birt, auk þess sem hann nýtist hverjum þeim sem af einhverjum ástæðum vilja nýta sér þessa tækni. Jafnframt hefur ráðuneytið látið þýða á táknmál ýmsar upplýsingar um helstu viðfangsefni ráðuneytisins.  

Árið 2010 ákvað Blindrafélagið að hafa forgöngu um smíði á nýjum íslenskum talgervli (veflesara) sem myndi standast samanburð við það sem best þekkist í erlendum málum. Fjölmargir aðilar komu að verkefninu með Blindrafélaginu og var velferðarráðuneytið meðal þeirra sem styrktu gerð talgervilsins sem var tilbúinn til notkunar um mitt síðasta ár.

VeflesariForsætisráðuneytið gerði nýlega samning við Blindrafélagið fyrir hönd Stjórnarráðs Íslands sem tryggir afnot allra ráðuneyta af veflesaranum sem getur þulið íslenskt efni af vefsíðum þeirra. Heimilt er að nýta hann á allt að 20 vefjum stjórnarráðsins samtímis og því er gert ráð fyrir að hann verði einnig á vefjum á borð við starfatorg.is og kosning.is svo eitthvað sé nefnt. Samningurinn er gerður í samræmi við yfirlýsta stefnu ríkisstjórnarinnar sem stuðlar að bættu aðgengi, m.a. blindra og sjónskertra, að því efni sem er að finna á opinberum vefjum.

Auk veflesarans á vef velferðarráðuneytisins er nú aðgengilegt efni á vefnum á táknmáli með ýmsum upplýsingum um helstu viðfangsefni ráðuneytisins. Með þessu er leitast við að gera vefinn aðgengilegri fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta og aðra þá sem hafa íslenskt táknmál að móðurmáli. Myndskeiðin voru unnin af Táknsmiðjunni í samvinnu við Málnefnd um íslenskt táknmál.

 

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta