Hoppa yfir valmynd
24. maí 2019 Heilbrigðisráðuneytið

InterRAI-mælitækin og framkvæmd færni- og heilsumats

Frá skilafundi með ráðherra - myndHeilbrigðisráðuneytið

Vinnuhópur á vegum heilbrigðisráðherra hefur skilað skýrslu með ýtarlegum tillögum um úrbætur við notkun InterRAI- mælitækjanna í öldrunarþjónustu og ýmsum breytingum á framkvæmd færni- og heilsumats. Hópurinn skilaði ráðherra skýrslu sinni í gær.

Vinna hópsins byggðist á ýtarlegri greiningarskýrslu sem KPMG vann fyrir Embætti landlæknis, auk þess sem hópurinn hafði samráð um verkefnið við fjölda aðila sem málið varðar.

Meðal markmiða er að stuðla að því að fólk sem þarfnast heilbrigðisþjónustu fái hana í samræmi við þörf og að hún sé samhæfð og skilvirk. Á þetta við allt frá því að einstaklingur sem býr heima fær félagsþjónustu, heimahjúkrun, endurhæfingu eða sækir dagdvöl og þar til viðkomandi fer á hjúkrunarheimili, ef þörf krefur.

Frá kynningunni: Hluti af tillögum hópsinsTillögur vinnuhópsins snúast meðal annars um samræmingu á notkun mælitækjanna, þjálfun fólks í notkun þeirra, hagnýtingu þeirra við eftirlit með gæðum þjónustu og birtingu gæðavísa.

Vinnuhópurinn leggur til ýmsar breytingar á framkvæmd færni- og heilsumats, þ.e. þegar metin er þörf fólks sem sótt hefur um búsetu á hjúkrunarheimili. Breytingunum er m.a. ætlað að einfalda ferlið, gera það skilvirkara og stuðla að betra samræmi við matið.

Dagmar Huld Matthíasdóttir, sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu, var formaður vinnuhópsins. Aðrir nefndarmenn voru Guðlaug Einarsdóttir og Unnar Örn Unnarsson, sérfræðingar í heilbrigðisráðuneytinu, Ragnheiður Arnardóttir, Sigríður Egilsdóttir og Agnes Gísladóttir frá Embætti landlæknis og Heiðbjört Ófeigsdóttir og Unnur Gunnarsdóttir frá Sjúkratryggingum Íslands,

 

  • Frá kynningunni: Hluti af tillögum hópsins - mynd

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta