Hoppa yfir valmynd
5. júlí 2013 Innviðaráðuneytið

Birna Lárusdóttir skipuð formaður samgönguráðs

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur skipað Birnu Lárusdóttur formann samgönguráðs til næstu fjögurra ára. Í samgönguráði sitja auk formanns sem ráðherra skipar forstöðumenn samgöngustofnana sem heyra undir ráðuneytið.  

Birna Lárusdóttir er nýr formaður samgönguráðs.
Birna Lárusdóttir er nýr formaður samgönguráðs.

Birna Lárusdóttir er fyrrverandi bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði og var varaþingmaður síðustu tvö kjörtímabil. Hún lauk BA-prófi í fjölmiðlafræði með sálarfræði sem aukagrein frá háskólanum í Seattle í Bandaríkjunum.

Birna starfaði á árum áður við blaðamennsku og ritstjórnarstörf meðal annars sem fréttaritari RÚV í Noregi og fréttamaður RÚV í svæðisútvarpi Vestfjarða. Birna hefur víðtæka reynslu af samgöngumálum í störfum sínum á vettvangi stjórnmála á undanförnum árum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta