Hoppa yfir valmynd
16. nóvember 2006 Heilbrigðisráðuneytið

WHO veitir Lýðheilsustöð alþjóðlega viðurkenningu

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin veitti í dag verkefni Lýðheilsustöðvar viðurkenningu samtakanna á ráðstefnu sem stendur yfir í Istanbúl. Það var verkefni Lýðheilsustöðvar: Allt hefur áhrif – einkum við sjálf sem fékk þessa viðurkenningu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar - WHO Counteracting Obesity Award – fyrir lýðheilsustarf sem styður við aðgerðir sveitarfélaga til að efla lýðheilsu með bættri næringu og aukinni hreyfingu sem eru liðir í að sporna gegn vaxandi offitu þjóðarinnar.

Verkefnið var valið úr 202 umsóknum frá 35 löndum, en 14 önnur verkefni fengu viðurkenningu á fundinum.

Verðlaunin voru veitt í Istanbúl í Tyrklandi á ráðherrafundi Evrópudeildar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar þar sem fjallað er um viðbrögð við offituvandanum. Viðstaddar verðlaunaafhendinguna voru Anna Elísabet Ólafsdóttir, forstjóri Lýðheilsustöðvar, Jórlaug Heimisdóttir, verkefnisstjóri Allt hefur áhrif – einkum við sjálf og Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verkefnisstjóri næringar hjá Lýðheilsustöð. Auk þeirra voru á fundinum fulltrúar frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, Ragnheiður Haraldsdóttir, skrifstofustjóri og Una María Óskarsdóttir verkefnisstjóri.

Verkefnið Allt hefur áhrif – einkum við sjálf er þverfaglegt verkefni innan Lýðheilsustöðvar og koma því margir starfsmenn stöðvarinnar að því. Þetta er mikill heiður fyrir Lýðheilsustöð en þarna gefast tækifæri til að kynna verkefnið fyrir ýmsum fulltrúum aðildarríkja Evrópudeildar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.

 

Marc Danzon, framkvæmdastjóri svæðisskrifstofu WHO í Evrópu afhendir fulltrúa Lýðheilsustöðvar viðurkenninguna í dag

Verkefni verðlaunað 2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nánari upplýsingar veita:

Anna Elísabet Ólafsdóttir, forstjóri Lýðheilsustöðvar

sími: 8 400 900

Jórlaug Heimisdóttir, verkefnisstjóri Allt hefur áhrif – einkum við sjálf

sími: 8 400 913

Nánari upplýsingar um ráðherrafundinn í Istanbúl:

http://www.who.dk/obesity/conference2006

Nánari upplýsingar um verkefnið Allt hefur áhrif – einkum við sjálf:

(http://www.lydheilsustod.is/lydheilsustod/allt-hefur-ahrif-einkum-vid-sjalf/)



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta