Hoppa yfir valmynd
4. desember 2006 Heilbrigðisráðuneytið

Greiðslur fyrir heilbrigðisþjónustu við fanga

Reglugerð um greiðslur fyrir heilbrigðisþjónustu sem t.d. ósjúkratryggðir fangar njóta hefur verið breytt. Þetta þýðir að þótt fangar séu ekki sjúkratryggðir, eða njóti ekki tryggingaverndar í sérstökum milliríkjasamningum og ættu því að greiða heilbrigðisþjónustu að fullu sjálfir, fá heilbrigðisþjónustu þótt þeir geti ekki greitt fyrir hana sjálfir. Kostnaður vegna hennar við ósjúkratryggðan fanga af erlendu bergi brotinn fellur á stofnunina sem veitir þjónustuna geti fangi ekki greitt fyrir sig samkvæmt reglugerð sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur gefið úr. Er í reglugerðinni vísað til þess að þessi hópur fanga eigi rétt á neyðaraðstoð sem skilgreind er svo: “Læknishjálp og heilbrigðisþjónusta, sbr. lög nr. 97/1990 um heilbrigðisþjónustu, með síðari breytingum, sem veitt er af hinu opinbera heilbrigðiskerfi á Íslandi við skyndileg veikindi eða slys sem upp koma hjá einstaklingum sem ekki eru sjúkratryggðir samkvæmt lögum nr. 117/1993 um almannatryggingar, með síðari breytingum, eða njóta ekki réttinda samkvæmt milliríkjasamningum um almannatryggingar á meðan á dvöl stendur.” Vafi hefur leikið á um hver greiða á fyrir heilbrigðisþjónustu sem þessir fangar fá þegar þeir geta ekki greitt fyrir hana sjálfir. Nú hefur með reglugerðarbreytingunni sem sé verið ákveðið að stofnunin sem veitir þjónustuna taki á sig kostnaðinn.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta