Sáttmáli gegn ofþyngd og offitu
Holdarfar manna er að breytast, líkamsþyngd að aukast og offita verður algengari. Brýnt er talið að spyrna við fótum og berjast gegn ofþyngd og offitu. Í þessu skyni gerðu heilbrigðismálaráðherrar Evrópu samkomulag sem hefur að markmiði að forða almenningi frá sjúkdómum og heilsuleysi sem rekja má til ofþyngdar og offitu. Ráðherrar og sendifulltrúar evrópskir samþykktu sáttmálann á ráðstefnu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem haldin var í Istanbúl í nóvember.
Sjá nánar: Evrópusáttmáli um baráttu gegn offituvanda (89 Kb pdf skjal)