Heilbrigðismálaráðherra úthlutar gæðastyrkjum
Heilbrigðismálaráðherra styrkir á árinu ellefu gæðaverkefni í heilbrigðisþjónustunni og afhenti hún styrkin við hátíðlega athöfn í dag. Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, afhenti styrkin í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu að viðstöddum þeim fjölmörgu sem standa að gæðaverkefnunum sem styrkt voru. Fjörutíu og sjö umsóknirn um gæðastyrki bárust ráðuneytinu í ár hvaðanæva af landinu. Sótt var um styrki til gæðastarfs á flestum sviðum heilbrigðisþjónustunnar. Umsóknirnar snéru meðal annars að klínisku gæðastarfi, rafrænni skráningu, öryggi sjúkra og þjónustukönnunum. Styrkt voru verkefni á sviði öldrunarþjónustu, geðheilbrigðisþjónustu, bráðaþjónustu, heilsugæslu, og endurhæfingu.
Sjá nánar lista yfir styrkþega: Styrkþegar - listi (doc opnast í nýjum glugga)
Myndir frá athöfn í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu þegar Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra afhenti styrki til gæðaverkefna.