Umsækjendur um embætti tveggja dómara við Hæstarétt Íslands
Sjö umsóknir bárust um embætti tveggja dómara við Hæstarétt Íslands, sem auglýst voru laus til umsóknar í byrjun júlí. Umsóknarfrestur rann út 1. ágúst síðastliðinn.
Umsækjendur um embættin, í stafrófsröð:
- Dr. Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands.
- Arnfríður Einarsdóttir, dómari við héraðsdóm Reykjavíkur.
- Ása Ólafsdóttir, lektor við lagadeild Háskóla Íslands.
- Benedikt Bogason, settur hæstaréttardómari.
- Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður.
- Helgi I. Jónsson, settur hæstaréttardómari.
- Ingveldur Þ. Einarsdóttir, dómari við héraðsdóm Reykjavíkur.
Skipað verður í embættin frá og með 1. október 2012, eða eftir að dómnefnd sem fjallar um hæfni umsækjenda um dómaraembætti hefur lokið starfi sínu í samræmi við 4. gr. a laga um dómstóla nr. 15/1998 og reglur um störf nefndarinnar nr. 620/2010.