Hoppa yfir valmynd
10. maí 2017 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Upplýsingar um hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja

Hagstofa Íslands hefur birt upplýsingar um hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja árið 2016 og hlutfall kvenna í stöðu framkvæmdastjóra. Hlutfall hvors kyns í stjórnum fyrirtækja með fleiri en 50 starfsmenn skal vera yfir 40% samkvæmt lögum.

Samkvæmt frétt Hagstofunnar voru konur í lok árs 2016 25,9% stjórnarmanna fyrirtækja sem greiða laun og skráð eru í hlutafélagaskrá. Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja var á bilinu 21,3% til 22,3% á árunum 1999 til 2006, fór svo hækkandi upp í 25,9% árið 2015, en stendur nú í stað milli ára.Hlutfall kvenna í stöðu framkvæmdastjóra hækkaði lítillega frá fyrra ári, úr 21,9% í 22,1%, sem heldur áfram hægfara aukningu sem sjá má allt frá 1999, eða allan þann tíma sem gögn liggja fyrir.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta