Upplýsingar um hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja
Samkvæmt frétt Hagstofunnar voru konur í lok árs 2016 25,9% stjórnarmanna fyrirtækja sem greiða laun og skráð eru í hlutafélagaskrá. Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja var á bilinu 21,3% til 22,3% á árunum 1999 til 2006, fór svo hækkandi upp í 25,9% árið 2015, en stendur nú í stað milli ára.Hlutfall kvenna í stöðu framkvæmdastjóra hækkaði lítillega frá fyrra ári, úr 21,9% í 22,1%, sem heldur áfram hægfara aukningu sem sjá má allt frá 1999, eða allan þann tíma sem gögn liggja fyrir.