Ráðherrafundur Norðurskautsráðsins fór fram í Rovaniemi í Finnlandi 6. – 7. maí.
Ráðherrafundur Norðurskautsráðsins fór fram í Rovaniemi í Finnlandi 6. – 7. maí. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra leiddi sendinefnd Íslands á fundinum. Ísland tók við formennsku í ráðinu af Finnlandi og mun leiða starf Norðurskautsráðsins næstu tvö árin. Utanríkisráðherra kynnti formennskuáætlun Íslands undir heitinu „Saman til sjálfbærni á norðurslóðum“ þar sem lögð er megin áhersla á málefni hafsins, loftslagsmál og grænar orkulausnir, og fólkið og samfélög á norðurslóðum.
Á myndinni f.v.: Einar Gunnarsson sendiherra og nýr formaður embættismannanefndar Norðurskautsráðsins, Bryndís Kjartansdóttir fulltrúi Íslands í embættismannanefndinni (SAO), Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Árni Þór Sigurðsson sendiherra Íslands í Finnlandi.