Hoppa yfir valmynd
16. júní 2017 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Úthlutun styrkja úr Jafnréttissjóði Íslands 19. júní

Harpa - myndVelferðarráðuneytið

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, afhendir styrki úr Jafnréttissjóði Íslands 19. júní næstkomandi. Styrkveitingin fer fram við athöfn í Silfurbergi A í Hörpu kl. 9.00 – 11.00. Allir velkomnir.

Athöfnin hefst með ávarpi Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra en hann er einn þeirra tíu þjóðarleiðtoga sem eru í forsvari fyrir kynningarátaki UN Women; HeForShe, þar sem karlmenn um heim allan eru hvattir til að taka þátt í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna. Á fundinum verða einnig kynnt fjögur verkefni sem hlutu styrk úr Jafnréttissjóði Íslands á síðasta ári.

Jafnréttissjóður Íslands var stofnaður árið 2015 með ályktun Alþingis í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna. Hlutverk sjóðsins er að styrkja verkefni og rannsóknir sem miða að því að efla jafnrétti kynjanna í íslensku samfélagi og á alþjóðavísu. 

Stjórn Jafnréttissjóðs metur umsóknir um styrki úr sjóðnum í samræmi við reglur sjóðsins og gerir tillögur um úthlutun til félags- og jafnréttismálaráðherra. Alls verða veittir styrkir til 26 verkefna og rannsókna að þessu sinni.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta